Digital Information InkZone preset and closed loop 

InkZone - forstilling á litagjöf, litaborðalesning og mötun (closed loop)
InkZone forstilling á litagjöf (Preset) og litaborðalesning og mötun (closed loop) fyrir flestar gerðir prentvéla er einhver besta fjárfesting sem hægt er að fara út í. Þetta kerfi hefur sýnt sig í að borga sig upp á nokkrum mánuðum í mörgum tilfellum bæði hérlendis og erlendis.

Hægt er að reikna út hve fljótt fjárfestingin fer að borga sig á fljótlegan og einfaldan hátt en þessi kerfi spara notendum milljónir króna á ári í flestum tilfellum í formi pappírssparnaðar og tímasparnaðar. Við getum boðið íslenskum prentsmiðjum að dreifa greiðslum, þannig að þær geta nýtt sparnaðinn til að greiða stóran hluta af kerfinu jafnóðum.

"Við höfum komist af fram til þessa með handvirkum density mælum og góðum prenturum..."

Góðir prentarar eru gulls ígildi fyrir hverja prentsmiðju. Hinsvegar vita allir góðir prentarar að það er ómögulegt að skila af sér fullkomnu verki með 100% rétt density frá fyrstu örk til þeirrar síðustu með handmæli. Það tekur einfaldlega allt of langan tíma að mæla litaborðann, reit fyrir reit og leiðrétta jafnóðum lit fyrir lit. Það eina sem góður prentari getur gert í þessari stöðu er að gera sitt besta til að litirnir séu í þokkalegu jafnvægi sjónrænt áður en prentun hefst og gert síðan sitt besta til að halda jafnvægi út rönnið. Ef mikið er að gera þá getur skipt máli hvort það tekur 10 mínútur að stilla farvagjöfina (eftir auganu) - eða eina mínútu (það nákvæmlega að prentun getur hafist þegar formurinn er kominn í register).

Ef prentaðir eru 8 formar á dag, þá eru þetta 72 mínútur á dag, eða 10 - 15.000 arkir í prentun.

Ef meðalsparnaður pr. form er 50 arkir, þá eru þetta 400 arkir á dag sem sparast.

Ef viðskiptavinur gerir kröfu um prentun skv. ISO 12647 staðli þá er í raun ekki hægt að taka slík verkefni að sér nema á prentvél sem er með InkZone kerfinu eða sambærilegu kerfi.

"Við erum nú þegar með Preset á litagjöfinni hjá okkur"

Ef þú ert nú þegar með forstillingu og sjálfvirka sendingu á litagjöf inn á prentvélarnar hjá þér - en prentararnir þurfa SAMT að eyða tíma í að stilla litagjöfina áður en prentun hefst, þá er tímabært að huga að endurnýjun. InkZone kerfið gerir prenturum kleift að fínstilla litakúrvur fyrir eins margar pappírsgerðir og þeim sýnist - og þetta er einfaldlega gert með því að "uppfæra kúrvu" við lok prentunar. Þetta þarf aðeins að gera ef prentara finnst hann hafa þurft að eiga óeðlilega mikið við litagjöfina á meðan prentun stendur yfir.

"Við erum nú þegar með litaborða/formlesara sem sendir sjálfkrafa litleiðréttingu á prentvélina í prentun"

Ef þú ert með inline litaborðamæli þá er það hið besta mál. Hann kemur hinsvegar ekki í staðinn fyrir gott Preset (forstillingu á litagjöf). Að sjálfsögðu er hægt að fá InkZone Preset og halda samt áfram að nota gamla litaborðalesarann/formlesarann. Hinsvegar er vert að geta þess að ef gamli litaborða/form mælirinn er farinn að mæla vitlaust þá er ekki ólíkleg að viðgerð á honum kosti jafn mikið eða meira en glænýr Techkon Spectrodrive litaborðamælir ásamt InkZone hug- og vélbúnaði.

Einnig er vert að kanna hvernig þau gildi sem litaborðalesarinn er að skila eru fundin og hvort þau eru studd af staðli eins og ISO 12647 - eða hvort þau eru bara áætluð gildi prentara í það og það skiptið.

Mesti fjárhagslegi sparnaðurinn næst með góðu Preset kerfi eins og InkZone.

Aðalhlutverk litaborðalesara og "closed loop" sendingu á farvagjöf inn á prentvélina í prentun er að flýta fyrir að koma jafnvægi á litagjöfina - og svo að lágmarka sveiflur í prentun út rönnið.

Fyrir prentsmiðjur sem eru farnar að huga að því að fá ISO / PSO vottun á prentunina hjá sér þá ber að geta þess að litaborðalesari er þar eitt af skilyrðunum.

Kerfið skiptist í eftirfarandi hluta og er hægt að kaupa þá í skrefum án aukakostnaðar annars en ferðakostnaðs tæknimanns Digital Information:

DI PLOT: Sér um að búa til CIP4 fæla sem eru síðan sjálfkrafa sendir á tölvu sem er staðsett við hverja prentvél.

Einnig er hægt að nýta DI PLOT til að prenta út próförk sem inniheldur prentforminn eins og hann kemur til með að líta út (Layout & Content proof) - sem er sambærilegt við að taka ljósmynd af prentaðri örk.  Ef einhverjar villur hafa verið gerðar í vinnsluferlinu, þá sýnir próförkin það áður en farið er í plötutöku, þ.e. hún notar sama fæl til að prenta próförkina sem reiknar út litagjöfina fyrir prentvélina.

Auðvitað er líka hægt að "prenta" PDF til skoðunar og samþykkis til að spara blekið.

Hægt er að setja upp CIP4 sendingu inn á eins margar prentvélar og þarf með DI PLOT.InkZone Perfect
- Preset (forstilling á litagjöf). Hér velur prentari þann form sem á að fara að prenta og dregur hann einfaldlega inn á prentvélina (eða "Upper / Lower" í tilfelli web prentvéla. Auðvelt er að sjá hvað er hvað þ.e. formarnir heita auðvitað "nafn verkefnis, 1A" og "nafn verkefnis 1B" o.s.frv. og einnig eru thumbnail myndir af forminum til enn frekari glöggvunar og öryggis.

Hér velur prentarinn líka þann pappírsprófíl sem á að nota fyrir viðkomandi verk.

InkZone Move + Techkon Spectrodrive litaborðamælir: Offline útgáfa.

Þessi hugbúnaður "talar við" InkZone Perfect hugbúnaðinn og sækir upplýsingar þangað um það density sem nota á fyrir hvern lit (innbyggt í pappírsprófílinn). Litaborðamælirinn mælir litaborðann á nokkrum sekúndum og prentari fær alla liti upp á skjá. Prentari getur síðan skrollað í gegnum litina, stillt fyrst það sem er mest út úr og síðan fínstillt þar sem litir eru minna vanstilltir.

InkZone LOOP hug-og vélbúnaður

InkZone Loop: Online útgáfa = Closed Loop.

InkZone Loop hugbúnaðurinn sýnir mun á mældum litaborða og því density sem sóst er eftir fyrir hvern lit fyrir sig (target density) - þ.e. hvaða breytingar þarf að gera til að ná jafnvægi á litagjöf. Hér er einnig búið að tengja tölvuna við prentvélina þannig að prentari getur valið um að skoða þær breytingar sem hugbúnaðurinn mælir með að séu gerðar - og ýtt síðan á SEND takkann, - eða þá valið að kerfið sendi sjálfkrafa leiðréttingu fyrir alla liti í einu strax að mælingu lokinni.

Að auki er vert að skoða:

InkZone Report hugbúnaður

InkZone Report: Til að taka út skýrslur sem sýna hve nálægt ISO staðli - eða viðmiðunarstaðli sem valinn var, verkefni fyrir verkefni/form fyrir form. Afar gagnlegt tól fyrir framleiðslu og gæðastjóra til að fylgjast með framleiðslunni, fyrir prentara til að fylgjast með prentvélinni sinni - og fyrir viðskiptavini sem þarna geta fengið sönnun á því hve framarlega viðkomandi prentsmiðja er tæknilega - önnur góð og gild ástæða til að halda áfram viðskiptum.

Hægt er að setja InkZone Report upp á server með aðgengi í gegnum venjulega vefvafra.

Fyrir þá allra kröfuhörðustu:


System Brunner Logo

Brunner Visual

InkZone Instrument Preflight / System Brunner

Preflight kerfið passar upp á að prentun sé skv. ISO 12647/PSO/G7 í grunnlitunum og overprint litunum (CM, CY, MY) en nýtir sér líka leyfileg vikmörk (delta E) þessara grunnlita til að gera prenturum kleift að fíntjúna á einfaldan og fljótlegan hátt rastaprósentur og innbyrðis jafnvægi lita í fínni röstum. System Brunner er svissneskt fyrirtæki sem hefur verið í fararbroddi um langt árabil á þessu sviði og er þessi lausn viðurkennd af flestum sem sú besta í heiminum til að skila eins góðu prentverki og völ er á.

Sjá nánari upplýsingar um samstarf Digital Information og System Brunner hér http://www.systembrunner.com/db-homepage/templates/document.xml?id=381622&language=EN.

Nánari upplýsingar um Instrument Preflight hugbúnaðinn: http://digiinfo.com/products/flight/8

Sækja PDF um InkZone Instrument Preflight

InkZone og ISO 12647 prentstaðallinn

Ef prentsmiðjan þín gefur sig út fyrir að prenta skv. ISO 12647 staðlinum - eða óskar allavega eftir að svo sé, þá er InkZone kerfið með Techkon Spectrodrive litaborðamæli alveg gráupplagt til að tryggja að svo sé.

Það er vegna þess að hægt er að tryggja bestu mögulega nálgun við staðalinn í örfáum skrefum:

a) Fá á hreint hjá innflytjanda pappírs/framleiðanda pappírs, hvort viðkomandi pappír fellur undir eina af pappírsgerðunum sem ISO 12647 staðallinn skilgreinir - eða hvort nota á önnur gildi og þá annan litaprófíl og önnur density gildi við vinnslu, útkeyrslu og prentun.

Það er einnig einfaldlega hægt að fá samþykki viðskiptavinar fyrir að verkið sé unnið skv. tilteknum ISO staðli.

Mjög algengt dæmi: Ef pappírinn sem búið er að velja er óhúðaður en hugsanlega eilítið bláleitari en ISO staðallinn mælir fyrir þá er í raun afar lítið hægt að gera og myndir verða óhjákvæmilega eilítið bláleitari.

Viðskiptavinur er meðvitaður um þetta, velur þennan pappír fyrir verkefnið sitt og samþykkir að það sé síðan prentað skv. ISO 12647-2, m.v. pappírstýpu # 4.

b) Prófíll fyrir vinnslu og útkeyrslu ætti þá að vera samsvarandi ICC prófíll (sbr. PSO Uncoated ISO12647 prófíllinn frá ECI).

Æskilegt er að skrá þessar upplýsingar í verklýsingu til prentara - þ.e. "Pappírstýpa 4, ISO".

1) Við upphaf prentunar, þegar prentari sækir verkefni og hleður því inn á prentvélina (Preset) velur prentarinn pappírsgerð (ISO pappírsgerðirnar frá 1-5, pappírsgerð 1, glanshúðaður, pappírsgerð 2, matthúðaður, pappírsgerð 4 óhúðaður pappír o.s.frv.) - og aðrar pappírsgerðir sem prentari er búinn að vista hjá sér í gegnum tíðina.

Í þessu dæmi velur hann pappírstýpu 4.

2) Umbeðin pappírsgerð segir svo til um rétt LAB gildi prentlitanna Cyan, Magenta, Yellow og Black í prentun. Prentari velur síðan fídus sem heitir "Best Match" og þá hættir Techkon Spectrodrive litaborðamælirinn að eltast við density en setur sjálfkrafa alla áhersluna á LAB (sem hann mælir raunar hvort eð er) og stillir farvagjöfina skv. þeim LAB gildum sem komast næst ISO 12647 staðlinum (lágmarks Delta E) fyrir viðkomandi pappírsgerð.

Hægt er að kalla fram density gildin og skrá þau niður til að nota við prentun á viðkomandi pappír á prentvélum sem eru ekki búnar InkZone kerfi, heldur einungis venjulegum density mælum.

EF viðkomandi pappír reyndist ekki vera standard ISO 12647 samhæfður, þá er auðvitað leikur einn að setja inn þau density gildi sem viðkomandi pappírsframleiðandi mælti með og vista síðan þann pappírsprófíl inn á InkZone kerfið í samráði við viðskiptavin. Hér er að sjálfsögðu jafn nauðsynleg að notaður sé útkeyrsluprófíll sem viðkomandi pappírsframleiðandi mælir með bæði við vinnslu verksins og útkeyrslu á plötu.

Gott dæmi um slíka sérhæfða útkeyrsluprófíla og custom density er fyrir Munken pappír sem flestir prentarar þekkja vel.

Ísland í dag, prentmarkaðurinn, aukin samkeppni, meiri kröfur

Það er sannarlega ónotaleg tilfinning fyrir prentara að vita ekki nákvæmlega hvaða density er rétt, sérstaklega ef um er að ræða ný verkefni sem verða að vera 100% eða endurprentanir á verkefnum sem voru prentuð í öðrum smiðjum fyrir 2 árum síðan.

Kröfur um prentun skv. staðli (s.s. ISO 12647) verða sífellt algengari og þar af leiðandi verður sífellt erfiðara að réttlæta að í raun og veru sé ekki vitað hvort viðkomandi verkefni var prentað skv. staðli - eða skv. smekk viðkomandi prentara - eða að þurfa að viðurkenna að prentrönnið var allt upp og ofan og sitt á hvað vegna þess að notaður var handmælir í stað litaborðalesara.

InkZone eykur trúverðugleika prentsmiðjunnar sem getur nú boðið upp á prentun skv. ISO 12647 staðlinum - og sýnt fram á það svart á hvítu ef upp kemur ágreiningur.

 InkZone dregur úr álagi og streitu prentara. Vinnan verður þægilegri þ.e. nú getur prentari einfaldlega valið verkefnið og hlaðið því áhyggjulaust inn á prentvélina á örfáum sekúndum og prentað það síðan vitandi að density er allt eins og það á að vera frá fyrstu örk til þeirrar síðustu.

InkZone eykur gæði framleiðslunnar og aukin gæði eru líkleg til að draga að fleiri viðskiptavini.

InkZone sparar prentsmiðjum milljónir í formi pappírssparnaðar og tímasparnaðar/aukinnar framleiðni.

Við bjóðum þægileg greiðslukjör á InkZone sem gera prentsmiðjum nánast kleift að borga kerfið með sparnaðinum sem þær ná - jafnóðum.

Er þetta einhver spurning?

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á info@spot-nordic.com

Til baka
I&I Heildsala, Asparfell 4, 111 Reykjavik, Sími: +354 896 9790   Netfang: info@spot-nordic.com