PANTONE KLÚBBURINN

Prentkaupandi
(Gert er ráð fyrir að viðkomandi óski einnig eftir sjónrænni samræmingu prentlita fyrir vef og ljósvakamiðla)
:

Prentkaupandi er fyrirtæki eða einstaklingur sem greiðir fyrir prentun á t.d. nafnspjöldum, plakötum, skiltum, merkingar á bifreiðar, umbúðir eða annað.

Hlutverk Prentkaupanda sem óskar eftir skráningu í klúbbinn er umfram allt að veita fagnotendum s.s. auglýsingastofum og prentsmiðjum aðhald með sýnilegri þátttöku í eftirliti með framsetningu lita fyrirtæksins fyrir prentun, vef og ljósvakamiðla.

Vörumerki fyrirtækja auk mismunandi vöru- eða þjónustuflokka eru öll auðkennd með ákveðnum litum á okkar tímum. Ef sveiflur og ósamræmi er í framsetningu viðkomandi lita til neytenda, þá hefur það neikvæð áhrif á markaðsstarf viðkomandi fyrirtækis.

Mismunandi litir framkalla mismunandi tilfinningar hjá markhópnum og ef sömu litirnir eru notaðir ítrekað í markaðssetningu, fara neytendur að þekkja fyrirtækið af litunum einum saman. Þetta er eðlilegt markmið allra fyrirtækja á samkeppnismarkaði og markviss notkun lita og litasamsetninga fyrirtækis getur haft úrslitaáhrif á árangur viðkomandi fyrirtækis/sölu viðkomandi vöru/þjónustu eða markaðsherferðar.

Þó fyrirtæki þitt hafi falið tiltekinni auglýsingastofu að annast hönnun og jafnvel milligöngu um alla prentun og markaðssetningu, þá þýðir það ekki að þú eigir ekki rétt á þinni skoðun. Vörumerkið er jú þitt og það er fullkomnlega eðlilegt að þú fylgist með hvernig farið er með það og fyrst og fremst (sem snýr að PANTONE KLÚBBNUM) - að það sé alltaf kynnt í réttum litum, óháð miðlum.

Ef fyrirtækið þitt er umboðsaðili fyrir erlent stórfyrirtæki sem hefur verið á markaði árum saman, þá er því mikilvægara að þú skráir fyrirtækið í PANTONE KLÚBBINN. Erlend stórfyrirtæki eru nefnilega alveg sérstaklega passasöm þegar kemur að framsetningu á merkjunum þeirra og allt sem hjálpar við að tryggja rétta liti í öllum miðlum á Íslandi er nokkuð sem höfuðstöðvarnar munu kunna að meta.

Ef fyrirtækið þitt skráir sig sem Prentkaupanda í PANTONE KLÚBBNUM þá eykur það einfaldlega líkurnar á að allir sem koma að vinnslu með litina þína og vörumerkið þitt passi sérstaklega upp á að litirnir skili sér rétt. Um leið hjálpar þú auglýsingastofunni þinni að þrýsta á vinnsluaðila að passa sérstaklega upp á litina þína.

Fyrsta stig aðhaldsins er að framvísa eigin vottun þegar verkefni eru send í útboð og kalla um leið eftir vottun viðkomandi vinnsluaðila, - hvort sem um er að ræða auglýsingastofu/markaðsstofu, prentsmiðju, skiltagerð, vefsmíðafyrirtæki eða annað fyrirtæki sem ætlað er að vinna með litina þína.

Vottanir fagnotenda PANTONE gefa Prentkaupanda nokkuð góða mynd af viðkomandi, þ.e. fagnotendur fá bæði úthlutað grunnvottun PANTONE sem og undirvottunum sem tiltaka hvaða PANTONE litakerfi og jafnvel hvaða PANTONE tækjabúnað viðkomandi vinnur með, - og hver ekki, en samtals eru gefnar út 7 mismunandi vottanir fyrir fagnotendur, ein fyrir hverja PANTONE litasýnishornabók sem viðkomandi notar í starfi sínu auk sér vottana fyrir tæki og tól s.s. PANTONE litamæla eða PANTONE litavogir.

Þetta flýtir fyrir vali á vinnsluaðila fyrir hin ýmsu verkefni.

Annað stig aðhaldsins fyrir Prentkaupanda er að skoða vandlega prentverkið og taka sérstaklega út fyrirfram skilgreinda PANTONE liti. Þetta stig er valkvætt en við mælum með að fyrirtæki geri þetta í hvert skipti sem verkefni þar sem litir fyrirtækisins eru notaðir fer í prentun/vinnslu. Tilvalið er að fá að mæta til viðkomandi vinnsluaðila áður en prentun hefst til að samþykkja viðkomandi prentun. Prentkaupandi setur þá stafina sína á prentaða eintakið sem hann er sáttur við og tekur annað eintak með sér. Þar með er kominn samningur á milli viðkomandi prentara og prentkaupanda um að prentarinn passi að halda litunum réttum fyrir öll prentuð eintök af viðkomandi verki.

Prentkaupandi getur síðan gefið viðkomandi fagnotanda stjörnur fyrir vinnsluna, þar á meðal fyrir nákvæmni í vali og skilum á PANTONE skilgreindum litum. Markmið allra fagnotenda er að halda sér í 4-5 stjörnum en ef gefin er einkunn sem er lægri en það þá látum við viðkomandi vita.

Ef Prentkaupandi fær afhent verkefni þar sem umbeðnir PANTONE litir eru óásættanlegir að hans mati, þá mælum við með að haft sé samband við okkur og við fengnir til að gefa okkar álit, - hvort ástæða sé til að farið sé fram á endurvinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, eða hvort rekja megi mistökin til annars, svo sem þess að rangur litur hafi verið pantaður.

Stjörnur er hægt að gefa fyrir eftirfarandi atriði:

Þjónustu
Faglega kunnáttu
Hraða
Gæði afurðar (almennt)
Áreiðanleika
Verðlagningu

Skil á völdum PANTONE lit/litum (sérlitir eða effektalitir)
Skil á völdum PANTONE lit/litum (4 lita útfærslur)

Við getum jafnframt tekið þetta alfarið að okkur fyrir þína hönd, sé þess óskað, sjá hér að neðan.

Skráning fyrir Prentkaupendur í PANTONE KLÚBBINN kostar ekki neitt og er án nokkurra skuldbindinga eða tiltekins binditíma.
Skráning er eingöngu í boði fyrir stofnanir og fyrirtæki í rekstri.

Ef þú óskar eftir skráningu í PANTONE KLÚBBINN sem Prentkaupandi, þá þurfum við að fá eftirfarandi grunnupplýsingar:

Nafn fyrirtækis
Netfang
Tengiliður v. PANTONE lita
Símanúmer tengiliðs
Afrit af merki fyrirtækisins í jpg sniði
PANTONE sérlitir fyrirtækisins
4 lita útfærslur PANTONE lita fyrirtækisins
Auglýsingastofa fyrirtækisins

Nánar um PANTONE KLÚBBINN

Ég er prentkaupandi og óska eftir skráningu í PANTONE KLÚBBINN

Spot-Nordic býður upp á eftirfarandi þjónustu:

Gerð svokallaðra "litasetta" þar sem valdir grunnlitir eru notaðir sem fyrirmynd og undirlitir eru valdir fyrir mismunandi miðla, prentaðferðir og efni.
Miðlæg skráning sérlita og 4 lita afbrigða í litum fyrirtækja (logo) - sértækar vinnsluupplýsingar við prentun
Mæling á útkomu í prentun valinna sérlita fyrirtækja (senda þarf 5 eintök af hverju verki til okkar fyrir hverja skoðun).

Gæðamat og mælingu á tilteknum verkefnum/litum í prentun
Umsjón með útboðum/tilboðsbeiðnir
Slembiúttekt og mælingu á prentuðum verkefnum (stöðumæling)
Álitsgjöf í ágreiningsmálum
Úttekt á prentun (Press check - áður en prentun hefst)
Ráðgjöf við val og samræmingu á litum fyrir mismunandi pappírsgerðir eða miðla
Ráðgjöf við PANTONE litaval og áframvinnslu, sérlitur/4 litur/málmlitur/effektalitur, upplausn, AM eða FM
Námskeið/kennsla í notkun PANTONE kerfisins
Viðeigandi lýsing (ljósaperur) fyrir PANTONE skilgreinda liti

Gerð sérlita og miðlæga skráningu uppskriftar þar sem umbeðinn litur/litir eru ekki til staðar í hinum stöðluðu PANTONE litasýnishornabókum.


Þetta getur verið nauðsynlegt ef t.d. er verið að leita uppi tiltekinn lit sem hefur verið prentaður áður og mikilvægt þykir að viðkomandi litur/litir séu aðgengilegir til frambúðar sem sérlitur- sbr. við prentun á árlegum útgáfum eða ef viðkomandi litur hefur verið prentaður í 4 lit en nú er þörf á að hann sé prentaður sem sérlitur eða ef viðkomandi litur hefur verið prentaður á óhúðaðan pappír en nú er þörf á að prenta sama lit á húðaðan pappír.

Viðkomandi litur sem óskað er eftir kann meira að segja að hafa verið valinn af öðru efni en pappír, s.s. af flík, málmi eða öðru efni eða þá að viðkomandi fyrirtæki vill einfaldlega búa til sína eigin liti sem eiga þá að öllum líkindum eingöngu við þau, eða þá vöru sem þau eru að selja, hvort sem er á Íslandi eða annarsstaðar.

Nánari upplýsingar veitir Ingi Karlsson, - ingi@spot-nordic.com og í síma 896 9790.

Pantone litakerfið fyrir prentun á pappír auk skilgreininga lita fyrir vef og ljósvakamiðla skiptist í eftirfarandi litakerfi

Einnig eru fáanleg PANTONE litakerfi sem aðlöguð hafa verið fyrir plast, fatnað og málningu, svo dæmi séu nefnd. Eftirfarandi litakerfi eru almennt notuð bæði í prentun á pappír, sem og prentun á plast, skiltagerð og annað á Íslandi.

(Sjá nánari upplýsingar, myndir og verð í vörulista okkar sem hægt er að sækja hér)PANTONE FORMULA GUIDE (GP1601N) - 1.867 litir
Sérlitir fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír, innihalda uppskriftir lita fyrir blöndun

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á sérlitum fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE sérlita í grafískri vinnslu
Grafísk hönnun í PANTONE sérlitum
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Aðstoð við samræmingu sérlita á milli pappírstegunda
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun sérlita fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Útkeyrsla á PANTONE sérlitaverkefnum til prentunar
Aðstoð við val á sérlitum fyrir húðaðan eða óhúðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Aðstoð við samræmingu sérlita á milli pappírstegunda
Blöndun á sérlitum
Prentun á sérlitum
Gæðastjórnun við prentun sérlita (handvirkir density mælar notaðir við mat á litum í prentun, skráning lita(r) fyrir viðkomandi viðskiptavin.
Gæðastjórnun við prentun sérlita (handvirkir litrófsmælar notaðir við mat á litum í prentun)
Gæðastjórnun við prentun sérlita (sjálfvirkir density litaborðalesarar beintengdir hugbúnaði notaðir við mat á litum í prentun)
Gæðastjórnun við prentun sérlita (sjálfvirkir litrófs-litaborðalesarar beintengdir við hugbúnað notaðir við mat á litum í prentun)

PANTONE COLOR BRIDGE C (GG6103N) - 1.867 litir
Sérlitir og 4 lita útfærslur fyrir húðaðan pappír skv. ISO 12647-2, RGB/HTML fyrir vef og ljósvakamiðla

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á sérlitum eða 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE sérlita og 4 lita útfærsla í hönnun
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun sérlita eða 4 lita afbrigða fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Útkeyrsla á sérlita og 4 lita verkefnum til prentunar skv. ISO 12647 staðli
Aðstoð við val á sérlitum eða 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Prentun á 4 lita afbrigðum á húðaðan pappír
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (innifalin í verði)
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (gegn gjaldi)

Vefsíðugerðarfyrirtæki, vefhönnuðir, hönnuðir sjónvarpsauglýsinga og skjáauglýsinga
Val á litum fyrir vef, skjáauglýsingar eða sjónvarpsauglýsingar/breiðtjald/skjávarpa

PANTONE COLOR BRIDGE U (GG6104N) - 1.867 litir
Sérlitir og 4 litur fyrir óhúðaðan pappír skv. ISO 12647-2

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á sérlitum eða 4 lita afbrigðum fyrir óhúðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE sérlita og 4 lita útfærsla í hönnun
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun sérlita eða 4 lita afbrigða fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Útkeyrsla á sérlita og 4 lita verkefnum til prentunar skv. ISO 12647 staðli
Aðstoð við val á sérlitum eða 4 lita afbrigðum fyrir óhúðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Prentun á 4 lita afbrigðum á óhúðaðan pappír
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (innifalin í verði)
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (gegn gjaldi)

PANTONE CMYK (GP5101) - 2.868 litir
4 lita afbrigði fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír skv. ISO 12647-2

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á CMYK 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE CMYK 4 lita útfærsla í hönnun
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun 4 lita afbrigða fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Útkeyrsla á 4 lita verkefnum til prentunar skv. ISO 12647 staðli
Aðstoð við val á 4 lita afbrigðum fyrir húðaðan eða óhúðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Prentun á 4 lita afbrigðum á húðaðan eða óhúðaðan pappír
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (innifalin í verði)
Litapróförk fyrir 4 lit í boði (gegn gjaldi)

PANTONE Metallics (GG1507) - 301 litir
Málmlitir fyrir húðaðan pappír

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á Metallic litum fyrir húðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE Metallic lita í grafískri vinnslu
Grafísk hönnun með PANTONE Metallic litum
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun Metallic lita fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Útkeyrsla á PANTONE Metallic verkefnum til prentunar
Aðstoð við val á Metallic litum fyrir húðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Blöndun Metallic lita
Prentun með Metallic litum

PANTONE Premium Metallics (GG1505) - 300 litir
Litríkir málmlitir fyrir húðaðan pappír

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á Metallic litum fyrir húðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE Metallic lita í grafískri vinnslu
Grafísk hönnun með PANTONE Metallic litum
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun Metallic lita fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Útkeyrsla á PANTONE Metallic verkefnum til prentunar
Aðstoð við val á Metallic litum fyrir húðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Blöndun Metallic lita
Prentun með Metallic litum

PANTONE Pastels & Neons (GG1504)
154 Pastel litir og 56 Neon (fluorcent) litir fyrir húðaðan og óhúðaðan pappír

Eftirfarandi eru þjónustuliðir sem ættu að vera í boði fyrir þessa vöru:

Auglýsingastofur
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Aðstoð við val á Pastel eða Neon litum fyrir húðaðan eða óhúðaðan pappír
Þekking á notkun PANTONE Pastel & Neon lita í grafískri vinnslu
Grafísk hönnun með PANTONE Pastel & Neon litum
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Úttekt á prentun Pastel & Neon lita fyrir prentun (Press check)

Prentsmiðjur, skiltagerðir
Notkun PANTONE Color Manager (hugbúnaður)
Uppsetning verkefna (layout/umbrot) fyrir prentun
Skil á verkefnum til prentunar
Útkeyrsla á PANTONE Pastel & Neon verkefnum til prentunar
Aðstoð við val á Pastel eða Neon litum fyrir húðaðan eða óhúðaðan pappír
Aðstoð við val á viðeigandi pappír til prentunar með völdum litum
Blöndun Pastel & Neon lita
Prentun með Pastel & Neon litum

Við bendum einnig sérstaklega á svokallaða "sparpakka" fyrir notendur sem nota fleiri en eina tegund ofangreindra litakerfa en þá er hægt að fá mörg og jafnvel öll ofangreind litakerfi í tösku eða rekka á hagstæðari kjörum en ef litakerfin eru keypt sér.

Til baka á aðalsíðu