Spot-Nordic er framleiðandi og dreifingaraðili SMS litakerfisins á heimsvísu.

SMS litakerfið boðar byltingu í vali á litum (Brand Colour) fyrir fyrirtæki og stofnanir eða stakar auglýsingaherferðir og er fyrsta litakerfið sem býður samhliða fullkomna litasamræmingu lita fyrir alla miðla og á milli miðla, þar á meðal fyrir prentun hvort sem prentað er á húðaðan eða óhúðaðan pappír, fyrir vef og fyrir sjónvarp. Sjá nánari upplýsingar hér.

I&I Heildsala/Spot-Nordic býður prentsmiðjum, skiltagerðarfyrirtækjum og auglýsingastofum jafnframt upp á hágæða lausnir frá mörgum af öflugustu framleiðendum heims á sviði litastjórnunar og aðfanga. 

Við bjóðum lausnir frá Cherlyn, PANTONE, Just Normlicht, Rutherford og TECHKON.

Stofnandi og eigandi Spot-Nordic / I&I Heildsölu er Ingi Karlsson. Ingi hefur hátt í 30 ára reynslu úr prentiðnaði, bæði sem offset prentari, úr forvinnslu og hönnun og sölu á prentvörum og vélum fyrir prentiðnað.

Ingi er "Ugra Certified Expert" (sjá www.ugra.ch) og er fulltrúi Staðlaráðs Íslands í ISO TC-130 tækninefndinni sem hefur með höndum þróun ISO 12647 og tengdra staðla fyrir prentiðnað á heimsvísu.

Ingi er jafnframt höfundur SMS litakerfisins sem er þróað upp úr einkaleyfi sem hann skráði hjá Einkaleyfastofu Íslands árið 2007.

Nánari upplýsingar um Inga er hægt að nálgast á Linkedin.

Við leggjum mikla áherslu á hugbúnað, tæki og tól sem styðja alþjóðlega ISO staðla, s.s. sRGB, REC. 0709 og  ISO 12647 staðalinn sem flestar prentsmiðjur nýta sér dagsdaglega við útkeyrslu og prentun verkefna í lit, hvort sem er fyrir offsetprentun, stafræna prentun eða flexo prentun.

Endalaust vöruúrval - þinn eigin Innkaupastjóri

Við erum sífellt með opin augu fyrir nýjum og spennandi lausnum, hvort sem um er að ræða vöru eða þjónustu og þar eð við erum lítið einkafyrirtæki þá eru boðleiðirnar stuttar,  þannig að hlutirnir taka skamman tíma hjá okkur ef við fáum áhugaverða ábendingu.

Við hvetjum prentsmiðjur og auglýsingastofur til að ræða við okkur ef óskað er eftir að við bætum við nýjum vörum eða þjónustu - hvort sem um er að ræða þjónustu, prentvél eða íhluti. Við gerum ávallt okkar besta til að útvega það sem vantar á sem hagstæðustum verðum - eða vísum á annan endursöluaðila ef við teljum að viðkomandi vara sé utan okkar seilingar.

Í raun geta prentsmiðjur og auglýsingastofur litið á I&I/Spot-Nordic sem sinn persónulega innkaupastjóra. Munurinn á því að nýta sér þjónustu okkar eða t.d. fyrir prentsmiðju að hafa sjálf samband við framleiðanda, er sá að við getum aðstoðað við að tryggja gæði framleiðslunnar ásamt því að geta í flestum tilfellum boðið hagstæðari verð en jafnvel stór prentsmiðja myndi nokkurntímann geta fengið. Við höfum margra ára reynslu af að leita uppi framleiðendur sem hægt er að treysta með því að nýta okkur tengslanet okkar til að kanna áreiðanleika framleiðanda áður en við ákveðum hvern er best að ræða við.

Við erum nú þegar með prýðileg tengsl við toppframleiðendur í grafíska iðnaðinum sem grundvallast á margra ára samstarfi sem nær í mörgum tilfellum allt til ársins 2003 og því er fátt sem við getum ekki útvegað, sýnist okkur svo.

Gæða- og framleiðslustjórnun fyrir prentsmiðjur - fjárfesting til sparnaðar
Við getum í dag, í samstarfi við samstarfsaðila okkar, sem eru sérfræðingar, hver á sínu sviði, aðstoðað prentsmiðjur við að setja saman 6-24 mánaða Gæðaverkefni sem hafa samhliða þann tilgang að tryggja 100% gæði í prentun (4 lita prentun skv. ISO 12647/PSO/G7 og sérlitaprentun skv. fyrirmyndinni án undantekninga, nema sérstaklega sé beðið um annað) með því að fækka snertipunktum, hámarka sjálfvirkni og að tryggja að hugbúnaður, tæki og vélar séu endurnýjuð og uppfærð reglulega til að lágmarka niðurtíma og hámarka afköst og hagkvæmni í rekstri.

Markmið okkar er í öllum tilfellum að prentsmiðjur sem við vinnum með á þennan hátt komi út í plús fjárhagslega við lok verkefnis - þ.e.a.s. að sparnaður í formi meiri afkasta, minni pappírseyðslu og færri mistaka greiði upp fjárfestingu í búnaði á innan við 12 mánuðum (í sumum tilfellum á 3-4 mánuðum) og eftir það aukist framlegð viðkomandi miðað við það sem áður var sem gefur svigrúm til að bæta við öðrum búnaði til að auka enn gæði og framleiðni.

Til baka á aðalsíðu