I&I Heildsala/Spot-Nordic býður prentsmiðjum, skiltagerðarfyrirtækjum og auglýsingastofum upp á hágæða lausnir frá mörgum af öflugustu framleiðendum heims á sviði litastjórnunar og aðfanga. 

Á meðal samstarfsaðila okkar eru Pantone, GMG, Techkon, Glunz & Jensen, Just Normlicht og Digital Information. 

Stofnandi og eigandi I&I er Ingi Karlsson. Ingi hefur hátt í 30 ára reynslu úr prentiðnaði, bæði sem offset prentari, úr forvinnslu og hönnun og sölu á prentvörum og vélum fyrir prentiðnað. Ingi er fulltrúi Staðlaráðs Íslands í ISO TC-130 tækninefndinni sem hefur með höndum þróun ISO 12647 og tengdra staðla fyrir prentiðnað á heimsvísu.

Nánari upplýsingar um Inga er hægt að nálgast á Linkedin.

Við leggjum mikla áherslu á tæki, tól og aðföng sem styðja á einhvern hátt við ISO 12647 staðalinn sem flestar prentsmiðjur hérlendis nýta sér dagsdaglega við útkeyrslu og prentun verkefna í 4 lit, hvort sem er fyrir offsetprentun, stafræna prentun eða flexo prentun.

Það má taka fram að ef verið er að vinna skjöl sem á að prenta á óhúðaðan pappír sbr. fyrir dagblöð eða óhúðaðan pappír, þá er ógalið að skoða skjalið með ISO Uncoated CMYK prófílnum, þ.e. óhúðaður pappír drekkur prentlitinn í sig og varpar miklu minni birtu frá sér en húðaður pappír (Coated) og í einhverjum tilfellum getur þurft að taka tillit til þess.

Í þeim tilfellum þar sem verið er að vinna með vörumerki fyrirtækja, sem hluta af layouti sem verið er að undirbúa fyrir prentun í 4 lit þarf að passa að velja réttan PANTONE lit fyrir viðkomandi merki, annaðhvort úr Color Bridge - CP (Coated Process) litapallettunni eða PANTONE CMYK C pallettunni - þegar um er að ræða prentun á húðaðan (Coated) pappír eða Color Bridge - UP (Uncoated Process) eða PANTONE CMYK U pallettunni ef fyrirhugað er að prenta á óhúðaðan pappír.

Við mælum alls ekki með að merki fyrirtækja eða litir þeirra séu skilgreindir með "blindum rasta" (t.d. 100c30m0y12k) óháð pappírsgerð, þ.e. sami rastinn lítur ekki eins út þegar prentað er á óhúðaðan pappír og húðaðan pappír, auk þess sem það gerir prentara ókleift að taka út viðkomandi lit til að tryggja að hann sé réttur þegar prentun hefst. Það er hinsvegar hægt ef viðkomandi PANTONE litur er skilgreindur í skjalinu og skýrt tekið fram hvaða PANTONE CMYK/ Color Bridge liti er að finna í skjalinu og hvar þeir eru (merkja þarf valdar 4 lita útfærslur PANTONE lita handvirkt á próförkina, ef viðkomandi litur skiptir máli).

Sjá nánari upplýsingar um prentun PANTONE lita og PANTONE KLÚBBINN á síðunni www.spot-nordic.com/pantone.

Endalaust vöruúrval - þinn eigin Innkaupastjóri

Við erum sífellt með opin augu fyrir nýjum og spennandi lausnum, hvort sem um er að ræða vöru eða þjónustu og þar eð við erum lítið einkafyrirtæki þá eru boðleiðirnar stuttar,  þannig að hlutirnir taka skamman tíma hjá okkur ef við fáum áhugaverða ábendingu.

Við hvetjum prentsmiðjur og auglýsingastofur til að ræða við okkur ef óskað er eftir að við bætum við nýjum vörum eða þjónustu - hvort sem um er að ræða þjónustu, prentvél eða íhluti. Við gerum ávallt okkar besta til að útvega það sem vantar á sem hagstæðustum verðum - eða vísum á annan endursöluaðila ef við teljum að viðkomandi vara sé utan okkar seilingar.

Í raun geta prentsmiðjur og auglýsingastofur litið á I&I/Spot-Nordic sem sinn persónulega innkaupastjóra. Munurinn á því að nýta sér þjónustu okkar eða t.d. fyrir prentsmiðju að hafa sjálf samband við framleiðanda, er sá að við getum aðstoðað við að tryggja gæði framleiðslunnar ásamt því að geta í flestum tilfellum boðið hagstæðari verð en jafnvel stór prentsmiðja myndi nokkurntímann geta fengið. Við höfum margra ára reynslu af að leita uppi framleiðendur sem hægt er að treysta með því að nýta okkur tengslanet okkar til að kanna áreiðanleika framleiðanda áður en við ákveðum hvern er best að ræða við.

Við erum nú þegar með prýðileg tengsl við toppframleiðendur í grafíska iðnaðinum sem grundvallast á margra ára samstarfi sem nær í mörgum tilfellum allt til ársins 2003 og því er fátt sem við getum ekki útvegað sýnist okkur svo.

Gæða- og framleiðslustjórnun til lengri tíma
Við getum í dag, í samstarfi við samstarfsaðila okkar, sem eru sérfræðingar, hver á sínu sviði, aðstoðað prentsmiðjur við að setja saman 1-3 ára þrepaskipt Gæðaverkefni sem hafa samhliða þann tilgang að tryggja 100% gæði í prentun (4 lita prentun skv. ISO 12647/PSO/G7 og sérlitaprentun skv. fyrirmyndinni án undantekninga, nema sérstaklega sé beðið um annað) með því að fækka snertipunktum og hámarka sjálfvirkni og að tryggja að hugbúnaður, tæki og vélar séu endurnýjuð reglulega til að lágmarka niðurtíma og hámarka afköst og hagkvæmni í rekstri. Markmið okkar er í öllum tilfellum að prentsmiðjur sem við vinnum með á þennan hátt komi út í plús fjárhagslega við lok verkefnis - þ.e.a.s. að sparnaður í formi meiri afkasta, minni pappírseyðslu og færri mistaka spari samanlagt nóg til að standa undir fjárfestingu sem lagt er út í og komist í mörgum tilfellum alfarið hjá að leggja út fé.

Eftirfarandi eru dæmi um vörur sem við bjóðum, bæði innan sem utan Gæðaverkefna:

Prentplötur fyrir kröfuharða viðskiptavini
Það er okkur sérstök ánægja að geta boðið íslenskum prentsmiðjum upp á hágæða CtP prentplötur á frábæru verði frá völdum framleiðendum. Við bjóðum upp á svokallaðar "þurrplötur" (framkallaðar á prentvél), hefðbundnar blautoffsetplötur framkallaðar með framkölllunarvökva eða umhverfisvænni skolvökva og þurroffsetplötur (Waterless) sem hægt er að nota ef prentvél er með innbyggðu valsakælikerfi. Við bjóðum hefðbundnar Thermal plötur, pósitívar og negatívar, Violet plötur og svokallaðar CtCP plötur, allt eftir þörfum og óskum hvers og eins.

Prentplöturnar okkar henta jafnt fyrir arkaprentun og strengprentun, fyrir hefðbundinn farva og UV farva í upplausn frá 200 lpi upp í 450 lpi.

Plötuskrifarar
Við erum umboðsaðilar fyrir plötuskrifara frá Presstek og getum þess utan haft milligöngu um að útvega notaða yfirfarna plötuskrifara frá ýmsum framleiðendum.

Prentlitir
Í takt við stefnu okkar um að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri valkosti og vitandi að hver prentari hefur sinn smekk, þá bjóðum við prentliti frá rótgrónum litaframleiðendum, bæði process liti, Pantone liti og lökk.


GMG - litastjórnun og litasamræming, farvasparnaður, tímasparnaður á prentvél
Þýska fyrirtækið GMG er forystufyrirtæki á heimsvísu í öllu sem snýr að litastjórnun og litasamræmingu.

Lausnir GMG henta bæði á hönnunarstiginu (í ljósmyndun og á auglýsingastofum) og framleiðslustiginu (fyrir prentun eða vef). GMG Color Master er samfellt RGB verkflæði fyrir þá sem gera kröfur um samræmi í litum á milli miðla eða pappírsgerða.

Stig 1: Vottuð próförk
Þegar skjalið (PDF Master) er tilbúið er prentuð út próförk með GMG ColorProof, þar sem prentað er á GMG vottaðan pappír og próförkin síðan mæld upp og vottuð formlega skv. þeim staðli sem á að nota í viðkomandi prentun (ISO 12647-7) með GMG ProofControl.Nýjasta byltingin frá GMG er GMG OpenColor pakkinn.

Hann gerir grafískum hönnuðum kleift að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn með því að blanda saman sérlitum (sbr. PANTONE sérlitum eða öðrum sérlitum) og 4 lit eftir þörfum og óskum hvers og eins.

Nýjustu prentararnir frá Epson, - Epson SureColor hafa nægilegt litasvið til að geta prentað 98% af PANTONE sérlitunum rétt og GMG OpenColor gerir mögulegt að prenta út litréttar prófarkir t.d. þar sem Duatone er notað eða jafnvel þar sem PANTONE litur prentast yfir - eða undir 4 lit, eða PANTONE litur er prentaður yfir annan PANTONE lit.

OpenColor nýtist sérstaklega vel þegar um er að ræða hönnun á umbúðum t.d. þar sem verið er að leitast við að gera tiltekna matvöru sem girnilegasta, sbr. súkkulaði þar sem við myndum seint vilja fá bláan (Cyan) tón í súkkulaðið eða nautakjöt þar sem blá slikja í kjötinu í prentun umbúðanna færi langleiðina með að tryggja að flestir myndu velja eitthvað annað í helgarmatinn.

Litrétt próförk er grundvallaratriði í undanfara prentunar verkefna þar sem litir skipta máli, fyrst og fremst samfelldir grunnar þar sem litsveiflan getur verið gríðarleg ef ekki er vitað hvaða lit á að "elta".

Stig 2: Gæðaprentun
Þegar próförkin hefur verið samþykkt er PDF skjalið sent inn á GMG ColorServer sem býr til nýtt PDF skjal í CMYK fyrir þá prentvél sem á að prenta viðkomandi verkefni.
GMG prentprófílarnir eru sérhannaðir "Device Link" prófílar sem eru innbyggðir í GMG ColorServer tryggja betri innbyrðis útkomu lita í vörpun frá RGB yfir í CMYK en þegar hefðbundnir ICC prófílar eru notaðir - þ.e. GMG vörpunin heldur betur utan um liti RGB mynda og sjónrænn munur er minni. Það mætti í raun segja að sú aðferð sem GMG notar við þessa vörpun (conversion) víkki litasviðið, auk þess sem myndgæðin eru betri.

GMG Ink Optimizer er gulls ígildi fyrir prentsmiðjur sem geta sparað liti/farva um allt að 47%.

Ink Optimizer sparar einnig pappír í inntöku, flýtir verulega fyrir inntöku og flýtir fyrir þurrki auk þess sem verulega dregur úr sjáanlegum sveiflum í ljósmyndaprentun í 4 lit á meðan prentun stendur yfir jafnvel þó litir sveiflist eitthvað innbyrðis.

Ofangreindar lausnir hafa staðið undir ofangreindum fullyrðingum á Íslandi og við getum boðið upp á 2 mánaða prufu uppsetningu fyrir áhugasama.

GMG lausnirnar vinna með öllum verkflæðum (workflow) á markaðnum s.s. Heidelberg, Kodak og Agfa.

Sjá stutt myndband sem skýrir á skemmtilegan hátt hvernig GMG lausnirnar tryggja réttan lit, frá próförk og í prentun, óháð pappír og óháð miðli: https://www.youtube.com/watch?v=K-4lmQ2_LqQ

GMG Ink Optimizer er spennandi dæmi um lausn sem borgar sig upp á nokkrum mánuðum.

Hafið samband í síma 896 9790 eða með tölvupósti ef þið viljið fá kynningu á GMG lausnunum og/eða útreikning á áætluðum sparnaði með tilkomu GMG Ink Optimizer hjá ykkur.

Einnig er vert að benda á ýmis áhugaverð námskeið sem GMG býður upp á - hér

Prentsmiðjur sem nota prentplötur frá okkur eiga kost á að greiða fyrir GMG lausnir frá Spot-Nordic á allt að 12 mánuðum vaxtalaust.

Það þýðir að í mörgum tilfellum er sparnaðurinn sem Ink Optimizer skilar meiri en sem nemur mánaðargreiðslunni og gæðin fylgja í kaupbæti.

InkZone - forstilling á litagjöf, litaborðalesning og mötun (closed loop)
InkZone forstilling á litagjöf (Preset) og litaborðalesning og mötun (closed loop) fyrir flestar gerðir prentvéla er einhver besta fjárfesting sem hægt er að fara út í. Þetta kerfi hefur sýnt sig í að borga sig upp á nokkrum mánuðum í mörgum tilfellum bæði hérlendis og erlendis. Framleiðandi InkZone er Svissneska fyrirtækið Digital Information.

Hægt er að reikna út hve fljótt fjárfestingin fer að borga sig á fljótlegan og einfaldan hátt en þessi kerfi spara notendum milljónir króna á ári í flestum tilfellum í formi pappírssparnaðar og tímasparnaðar.

Hafið samband í síma 896 9790 eða með tölvupósti ef þið viljið fá kynningu á InkZone lausnunum og/eða útreikning á áætluðum sparnaði með tilkomu InkZone hjá ykkur.

Prentsmiðjur sem nota prentplötur frá okkur eiga kost á að greiða fyrir þetta kerfi á allt að 12 mánuðum, - þ.e.a.s. sparnaðurinn sem kerfið skilar er yfirleitt meiri en sem nemur mánaðargreiðslunni.

Nánari upplýsingar um InkZone er að finna hér

Til baka á aðalsíðu