Aðalsíða


 

 

Pantone litavogir frá Cherlyn

 

 

 

 

Pantone litakerfið inniheldur í dag samtals 2.390 liti.

Pantone LLC hefur skipt eldri grunnlitum (blöndunarlitum) kerfisins út fyrir nýja grunnliti og hefur uppskriftum eldri lita verið breytt þar sem nýjir Pantone grunnlitir koma í stað eldri Pantone grunnlita.

 

 

Pantone hafa samtals bætt 1.282 litum við standard litakerfið (Pantone Formula Guide) frá árinu 2010.

 

 

Pantone vogirnar hafa einnig verið uppfærðar og geta notendur blandað alla nýju litina með nýju grunnlitunum.

 

Eldri útgáfan, þar sem gömlu Pantone grunnlitirnir eru enn notaðir (2.167 litir - frá 2019-2020), er einnig innifalin, þar eð litaframleiðendur hafa ekki allir boðið upp á nýju grunnlitina.

 

Að blanda Pantone liti rétt er nákvæmnisverk eins og allir prentarar vita. Auðvelt er að gera mistök þegar mikið liggur á og Pantone litirnir sjálfir eru ekki ódýrir, hvað þá tíminn á prentvél ef manni verða á mistök í blönduninni. 

Margir ef ekki flestir af nýrri litunum sem bætt hefur verið við síðan 2010 eru með 1-2 aukastöfum, sem gerir verkefnið enn erfiðara.

Þegar oft þarf að blanda minni blöndur - t.d. 2-300 grömm af tilteknum lit munar miklu að velja vog sem er með allavega einum aukastaf - þ.e. getur blandað með nákvæmninni +/- 0.1 gramm.

 

Besta, öruggasta og þægilegasta lausnin er að nota Pantone vog sem gefur upp þann lit sem blanda á næst og telur svo niður í núll, lit fyrir lit.

 

Pantone vogirnar, sem eru framleiddar af breska fyrirtækinu Cherlyn, eru meira að segja það skynsamar að ef þú setur óvart aðeins of mikið af einum lit þá geturðu beðið vogina að endurreikna nýja blöndu og þá þarftu bara að bæta við aðeins meira af hinum litunum líka.

 

Ekki er ástæða til að ætla annað en að unnt verði að fá uppfærslur fyrir allar neðangreindar vogir á skikkanlegu verði eftir því sem Pantone bætir við nýjum litum þannig að vogin ætti að geta þjónað þér árum og jafnvel áratugum saman.

 

Uppfærslukort fyrir eldri Pantone vogir með LCD skjá (ekki rauðum LED skjá) kostar kr. 54.000 án vsk.

 

Vinsamlega hafið samband til að kanna hvort mögulegt er að uppfæra ykkar vog eða ekki. Best er að senda fyrirspurn með tölvupósti á iogiheildsala@gmail.com eða info@spot-nordic.com.

 

 

 

Við bjóðum nú íslenskum fyrirtækjum glænýjar Pantone litavogir til leigu á svokölluðum Pay&Play kjörum.

 

Viðskiptavinur getur hvenær sem er á leigutímanum ákveðið að kaupa viðkomandi vog.

 

Gerður er leigusamningur til 48 mánaða. Að þeim tíma liðnum getur viðskiptavinur skilað voginni inn eða framlengt um 12 mánuði í senn.

 

3 mánuðir eru greiddir fyrirfram við pöntun og síðan er fyrsta mánaðargreiðsla þann 1. hvers mánaðar, frá og með 4. mánuði frá pöntun.

 

Uppfærslur eru innifaldar í Pay&Play leigunni - sjá hér að ofan.

 

 

Pantone Formula Scale LC

 PANTONE Formula Scale 3 Printshop LC

Hámarksblanda: 1 kg
Nákvæmni: 0.1 gr.

Innbyggt:


PANTONE FORMULA GUIDE - nýjasta útgáfan (2.390 litir)

PANTONE FORMULA GUIDE - gömlu grunnlitirnir (2.167 litir)

PANTONE METALLICS (655 litir)

PANTONE PASTELS & NEONS (210 litir samtals)



Verð kr. 399.000 án vsk

 

 
Kr 13.490 án vsk á mánuði

 

 

 Pantone Formula Scale 3

 PANTONE Formula Scale 3

Hámarksblanda: 5 kg
Nákvæmni: 1 gr.

Innbyggt:

PANTONE FORMULA GUIDE (2.390 litir)

PANTONE FORMULA GUIDE - gömlu grunnlitirnir (2.167 litir)

PANTONE METALLICS (655 litir)

PANTONE PASTELS & NEONS (210 litir samtals)



Verð kr. 499.000 án vsk

 
Kr 16.490 án vsk á mánuði



Pantone Formula Scale 3

 PANTONE Formula Scale 3+

Hámarksblanda: 5 kg / 10 kg / 15 kg
Nákvæmni: 0,1 gr. / 0,2 gr / 0,5 gr

Innbyggt:


PANTONE FORMULA GUIDE (2.390 litir)

PANTONE FORMULA GUIDE - gömlu grunnlitirnir (2.167 litir)

PANTONE METALLICS (655 litir)

PANTONE PASTELS & NEONS (210 litir samtals)


Að auki er hægt að setja inn og vista allt að 100 sérblöndur.



Verð:

5 kg (0.1 gr. nákvæmni): kr. 572.000 án vsk

 
Kr 18.490 án vsk á mánuði


10 kg (0.2 gr. nákvæmni): 599.000 án vsk

 
Kr 19.490 án vsk á mánuði



15 kg (0.5 gr. nákvæmni): kr. 619.000 án vsk


 
Kr 19.990 án vsk á mánuði

 

Pantone Formula Scale 3i

 PANTONE Formula Scale 3i

Hámarksblanda: 5 kg / 10 kg / 15 kg
Nákvæmni: 0,1 gr. / 0,2 gr / 0,5 gr

Innbyggt:


PANTONE FORMULA GUIDE (2.390 litir)

PANTONE FORMULA GUIDE - gömlu grunnlitirnir (2.167 litir)

PANTONE METALLICS (655 litir)

PANTONE PASTELS & NEONS (210 litir samtals)

Að auki er hægt að setja inn og vista allt að 30.000 sérblöndur.



Verð:

5 kg (0.1 gr. nákvæmni): kr.  699.000 án vsk

 
Kr 22.490 án vsk á mánuði


10 kg (0.2 gr. nákvæmni): 735.000 án vsk

 
Kr 23.490 án vsk á mánuði


15 kg (0.5 gr. nákvæmni): kr. 765.000 án vsk

 
Kr 23.990 án vsk á mánuði


 


 

Spot-Nordic, Spóahólum 4, 111 Reykjavik, Sími: +354 896 9790   Netfang: ingi@spot-nordic.com

Facebook logo