Aðalsíða

Prentun, græjur

 

Pantone vogir frá Cherlyn

 

 

 

Að blanda Pantone liti rétt er nákvæmnisverk eins og allir prentarar vita. Auðvelt er að gera mistök þegar mikið liggur á og Pantone litirnir sjálfir eru ekki ódýrir, hvað þá tíminn á prentvél ef manni verða á mistök í blönduninni. 

Margir ef ekki flestir af nýrri litunum sem bætt hefur verið við síðan 2010 (756 nýjustu litirnir í kerfinu nánar tiltekið) eru með 1-2 aukastöfum, sem gerir verkefnið enn erfiðara.

Þegar oft þarf að blanda minni blöndur - t.d. 2-300 grömm af tilteknum lit munar miklu að velja vog sem er með allavega einum aukastaf - þ.e. getur blandað með nákvæmninni +/- 0.1 gramm.

 

Besta og þægilegasta lausnin er að fjárfesta í Pantone vog sem gefur upp þann lit sem blanda á næst og telur svo niður í núll, lit fyrir lit.

 

Nýju Pantone vogirnar eru meira að segja það skynsamar að ef þú setur óvart aðeins of mikið af einum lit þá geturðu beðið vogina að endurreikna nýja blöndu og þá þarftu bara að bæta við aðeins meira af hinum litunum líka.

 

Ekki er ástæða til að ætla annað en að unnt verði að fá uppfærslur fyrir allar neðangreindar vogir á skikkanlegu verði eftir því sem Pantone bætir við nýjum litum þannig að vogin ætti að geta þjónað þér árum saman.

 

Uppfærsla fyrir eldri Pantone vogir með LCD skjá kostar kr. 36.500 án vsk.

 

Vinsamlega hafið samband til að kanna hvort mögulegt er að uppfæra ykkar vog eða ekki.

 

 

Pantone Formula Scale LC

 PANTONE Formula Scale 3 Printshop LC

Hámarksblanda: 1 kg
Nákvæmni: 0.1 gr.
Innbyggt:
Pantone Plus (1.867 litir), Pantone Metallics, Pantone Premium Metallics
Pantone Pastels & Neons, Pantone GOEVerð kr. 299.000 án vsk

Pantone Formula Scale 3

 PANTONE Formula Scale 3

Hámarksblanda: 5 kg
Nákvæmni: 1 gr.
Innbyggt:
Pantone Plus (1.867 litir), Pantone Metallics, Pantone Premium Metallics
Pantone Pastels & Neons, Pantone GOEVerð kr. 375.000 án vsk


Pantone Formula Scale 3

 PANTONE Formula Scale 3+

Hámarksblanda: 5 kg / 10 kg / 15 kg
Nákvæmni: 0,1 gr. / 0,2 gr / 0,5 gr
Innbyggt:
Pantone Plus (1.867 litir), Pantone Metallics, Pantone Premium Metallics
Pantone Pastels & Neons, Pantone GOE

Hægt að setja inn og vista allt að 100 sérblöndur.Verð:

5 kg (0.1 gr. nákvæmni): kr. 440.000 án vsk

10 kg (0.2 gr. nákvæmni): 465.000 án vsk

15 kg (0.5 gr. nákvæmni): kr. 490.000 án vsk


Pantone Formula Scale 3i

 PANTONE Formula Scale 3i

Hámarksblanda: 5 kg / 10 kg / 15 kg
Nákvæmni: 0,1 gr. / 0,2 gr / 0,5 gr
Innbyggt:
Pantone Plus (1.867 litir), Pantone Metallics, Pantone Premium Metallics
Pantone Pastels & Neons, Pantone GOE

Hægt að setja inn og vista allt að 30.000 sérblöndur.Verð:

5 kg (0.1 gr. nákvæmni): kr.  560.000 án vsk

10 kg (0.2 gr. nákvæmni): 587.000 án vsk

15 kg (0.5 gr. nákvæmni): kr. 599.000 án vsk


 


 

I&I Heildsala, Vesturberg 100, 111 Reykjavik, Sími: +354 896 9790   Netfang: info@spot-nordic.com

Facebook logo