Mars 2024
Margar íslenskar prentsmiðjur hafa á undanförnum árum og í raun áratugum
frestað því að uppfæra tæki, vélar og hugbúnað vegna þess hve dýr þessi
búnaður er.
Íslenskur prentiðnaður á undir högg að sækja vegna erlendrar samkeppni
og ein af ástæðum þess hve hörð þessi samkeppni er, er sú staðreynd að
prentsmiðjurnar þær eru að keppa við eru stórar, þannig að þær ná fram
stærðarhagkvæmni og eru þess utan búnar nýjustu vélum, tækjum og
hugbúnaði til að hámarka sjálfvirkni, hraða, gæði og stöðugleika í
framleiðslu, á meðan íslenskar prentsmiðjur hafa margar ekki náð að
endurnýja tæki, vélar og hugbúnað og hafa þannig smátt og smátt dregist
aftur úr.
Til að reyna að halda í viðskiptavini hafa íslenskar prentsmiðjur því
frekar lækkað verðin, sem hefur einfaldlega lækkað framlegð þeirra, sem
aftur gerir þeim enn erfiðara að uppfæra vélar, tæki og hugbúnað sem
hefði ella getað aukið framlegð og jafnvel gert þeim kleift að stækka og
eflast til að standast samkeppni.
Eins og margir sjálfsagt vita þá hef ég alla tíð lagt áherslu á að bjóða
upp á lausnir frá forystufyrirtækjum hvers tíma í sínum geira. Sérstök
áhersla hefur verið lögð á að bjóða lausnir sem gera prentsmiðjum kleift
að prenta í lit samkvæmt ISO 12647 staðlinum, sem er sá staðall sem
erlendar prentsmiðjur styðjast almennt við í litprentun.
Notkun staðalsins hér á landi hefur fram til þessa verið í mýflugumynd
og reynt hefur verið að skauta framhjá honum með því að láta
auglýsingastofur skila öllum verkefnum inn í RGB sniði og prentsmiðjur
einfaldlega látnar um að prenta eins fallega og þær geta, hver með sínu
nefi án þess að gerð væri sérstök krafa um að þær biðu upp á prentun
skv. ISO 12647 fyrir umbeðna pappírsgerð.
Þetta þýðir í raun að íslenskar prentsmiðjur geta almennt ekki boðið í
verkefni hjá stærri fyrirtækjum þar sem gerð er krafa um prentun skv.
ISO 12647 staðlinum.
Stærri fyrirtæki eru oft með samninga við margar prentsmiðjur í mörgum
löndum og þau gera eðlilega kröfu um einsleitni í lit á milli
prentsmiðja, prentaðferða og á milli landa og þar er ISO 12647 almennt
grunnskilyrðið fyrir 4 lita prentun.
Spot-Nordic býður nú íslenskum prentsmiðjum upp á nýja leið til að
uppfæra vélar, tæki og hugbúnað sem teljast nauðsynleg til að keppa við
þá bestu.
Mér er mikil ánægja að kynna nýja þjónustu hjá Spot-Nordic sem við
köllum
Pay & Play.
Við bjóðum íslenskum fyrirtækjum í prentiðnaði nú upp á langtímaleigu
eða greiðsludreifingu á heimsklassa tækjum og hugbúnaði sem eru ætluð
til að auka framleiðni, gæði og einsleitni framleiðslunnar
Lágmarks leigutími er 48 mánuðir. Í tilfelli tækja og véla er hægt að
skipta tækjum út fyrir ný eftir 48 mánaða leigu og framlengja í aðra 48
mánuði, sé þess óskað.
Að öðrum kosti er viðkomandi vöru einfaldlega
skilað inn til Spot-Nordic.Engin útborgun er innheimt þegar tækjum er skipt út fyrir ný.
Mánaðarleiga er einfaldlega greidd en hafi orðið breytingar á verðum á
viðkomandi tæki þá getur það haft áhrif til smávægilegrar hækkunar eða
lækkunar.
Verð miðast við gengi þess gjaldmiðils sem viðkomandi framleiðandi notar
og mánaðargreiðslur miðast jafnframt við gengi gjaldmiðils (sölugengi
Íslandsbanka) á greiðsludegi hvers mánaðar.
Leigutakar geta alltaf keypt viðkomandi vöru á leigutímanum, kjósi þeir
það.
Kaupverð miðast við staðgreiðsluverð á viðkomandi vöru á kaupdegi.
Eftirfarandi birgjar taka þátt í átakinu með okkur:
Cherlyn
(Pantone vogir).
Digital
Information
(InkZone forstilling á litagjöf og stjórnun á litagjöf fyrir offset
prentvélar).
TECHKON
(Density og Spectromælar, handvirkir og litaborðalesarar).
Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Inga Karlsson hjá Spot-Nordic í
síma 896 9790 eða sendið tölvupóst á
ingi@spot-nordic.com.
|