Spot-Nordic hefur selt forstillingu
og beintengda litaborðamæla fyrir offsetprentvélar (Preset &
Closed Loop) í mörg ár með góðum árangri.
Það er mikilvægt fyrir prentsmiðjur að gera sér ljóst að jafnvel þó þær séu með forstillingu á farvagjöf og jafnvel litaborðamæla - beintengda eða ekki, þá þýðir það ekki endilega að þær geti prentað skv. viðurkenndum ISO stöðlum. Í mörgum tilfellum hefur prentsmiðjan einfaldlega ekki hugað að því að stilla kerfin skv. stöðlum, heldur frekar skv. því sem prenturunum þykir hæfilegt miðað við útkeyrsluna, sem jafnvel er ekki stillt skv. þessum sömu ISO stöðlum. Í tilfelli mæla sem hugsanlega hafa fylgt með prentvélinni þegar hún var keypt eru þeir oft einfaldlega ekki notaðir vegna þess að þeir virka ekki - eru annaðhvort bilaðir, vanstilltir eða þá að kostnaður við bilanagreiningu og hvað þá að skipta þeim út er einfaldlega allt of mikill. Góð forstilling á litagjöf er gulls ígildi í offsetprentun, flýtir fyrir inntöku og sparar pappír. Góður beintengdur litaborðamælir til viðbótar gerir prenturum kleift að fínstilla forstillinguna og þannig lágmarka í sífellu þann tíma sem það tekur að komast í gang og fjölda arka sem fer í ruslið í inntöku. Samhliða gerir slíkur búnaður viðkomandi prentsmiðju kleift að prenta í 4 lit skv. ISO 12647 staðlinum (Fogra eða G7) sem opnar möguleika á að fá prentun fyrir stærri og jafnvel alþjóðlega viðskiptavini sem gjarnan gera kröfur um staðlaða prentun til að tryggja einsleitni í lit, - á milli prentsmiðja, á milli landa og jafnvel á milli mismunandi prentaðferða.
Rutherford lausnin fékk nýlega úthlutað SMS READY viðurkenningunni í flokknum sem kallast hugbúnaður og vélbúnaður. Það þýðir að lausnin gerir notanda kleift að prenta skv. ISO 12647 staðlinum sem er grunnskilyrði fyrir því að geta prentað alla 2.607 SMS litina rétt, jafnt á húðaðan og óhúðaðan pappír (sjá www.spotmatchingsystem.com/islenska). Í kjölfarið var ákveðið að Spot-Nordic myndi taka að sér sölu á Rutherford Preset & Closed Loop lausninni með X-Rite Intellitrax eða X-Rite eXact Scan / eXact AutoScan litaborðalesurum. Rutherford kerfið hentar fyrir flestar tegundir offsetprentvéla, frá 2-upp, 4 lita prentvélum upp í yfirstærð af 8 lita prentvélum, fyrir 4 lita prentun eða jafnvel 7 lita (CMYKOGV) prentun eða prentun sérlita PANTONE.
Prentun sérlita PANTONE (Formula Guide, Pastels & Neons)
Prentun SMS lita í 4 lit (CMYK) = litprentun skv. ISO 12647 staðli. Rutherford lausnin er eina lausnin sinnar tegundar í heiminum með SMS READY viðurkenninguna. Það þýðir að lausnin gerir mögulega einsleita prentun skv. ISO 12647 stöðlum (Fogra eða G7), sem er nákvæmlega það sem er grunnurinn að því að hægt sé að prenta rúmlega 2.600 SMS sérliti rétt í 4 lit (CMYK) á venjulegar offset prentvélar (sjá www.spotmatchingsystem.com/islenska). Prentsmiðjur sem fjárfesta í Rutherford forstillingu og litastýringu hjá Spot-Nordic og nota tækifærið til að stilla útkeyrslu og verkflæði fyrir prentun skv. ISO 12647 (skv. Fogra 39, Fogra 47, Fogra 51 og Fogra 52 - eða GRACOL / G7 stöðlum) eiga í framhaldinu rétt á ókeypis SMS READY viðurkenningu (sjá dæmi hér að ofan) sem staðfestir getu þeirra til að prenta litrétt skv. viðkomandi staðli eða stöðlum í samfellt 4 ár eftir kaup. Verð fyrir slíka viðurkenningu er almennt 75.000 án vsk á ári, eða samtals kr. 300.000 án vsk fyrir 4 ár. Jafnframt á viðkomandi prentsmiðja rétt á stuttu námskeiði til að fara yfir helstu staðla, hvað þarf til að prenta samkvæmt þeim auk kynningar á SMS litakerfinu, sem er án efa þægilegasta litakerfið fyrir prentara sem á annað borð geta prentað skv. ISO 12647 staðli. Nánari upplýsingar fyrir prentara sem snúa að SMS kerfinu eru hér (á ensku). Þetta þýðir auðvitað líka að samhliða því að geta prentað alla SMS sérliti í heiminum átakalaust , þá er viðkomandi prentvél að prenta litmyndir, grafík og allt annað innan formsins rétt skv. sama ISO staðli. Prentarinn þarf einfaldlega að stilla register og litagjöfina skv. staðli og prentun getur hafist. Viðskiptavinur samþykkir fyrirfram prentun skv. tilteknum ISO 12647 staðli - t.d. Fogra 39 eða Fogra 47 á þaðan af afar erfitt með að kvarta yfir röngum litum og því er kerfið til þess fallið að draga úr kvörtunum með tilheyrandi, kostnaðarsömum endurprentunum. Í gamla daga þegar framlegð var meiri í prentiðnaði, þá gátu prentarar leyft sér þann munað að taka sér tíma í að pæla í litagjöfinni, minnka aðeins Magenta hér og auka Cyan þar en á okkar tímum, með harðnandi samkeppni og verð í lægstu lægðum er einfaldlega ekkert svigrúm til að stunda slíkar æfingar ef verkið á að koma út í hagnaði. Vinsamlega hafið samband við info@spot-nordic.com eða í síma 896 9790 til að fá nánari upplýsingar eða til að panta fund, þar sem hægt er að fara yfir þarfir ykkar og til að skoða hvort Rutherford kerfið gæti hentað fyrir ykkar prentvélar. Á fundinum er jafnframt farið yfir núverandi stöðu á viðkomandi prentvél og því er æskilegt að prentari sé viðstaddur til að svara spurningum sem snúa að prentun, mælitækjum og slíku. Vinsamlega sendið tölvupóst á sms@spot-nordic.com fyrir upplýsingar um SMS litakerfið, sem er prentanlegt bæði í hefðbundinni offsetprentun, sem og í stafrænni prentun. |
Spot-Nordic,
Spóahólar 4, 111 Reykjavik
Sími:
+354
896 9790
Tölvupóstur:
info@spot-nordic.com