SMS

SMS almennt          SMS verð           Aðalsíða Spot-Nordic

 
Tæknilegar upplýsingar varðandi notkun SMS litakerfisins

SMS litirnir eru afhentir í PDF sniði. sRGB er litasviðið sem þeir eru afhentir í og eru litirnir því tilbúnir fyrir vinnslu fyrir vef.

Grunnhugsunin þegar kemur að hönnun, er að verkefnið sé klárað í sRGB sniði (hvert sem verkefnið er). Að því loknu er verkefnið sent til viðskiptavinar til samþykkis með t.d. tölvupósti og að fengnu samþykki færir hönnuður hvert skjal yfir í það litasvið sem við á, sbr. til prentunar í CMYK. 

Vinsamlega skoðið ítarlegar upplýsingar um hvernig vinna á SMS verkefni hér.

SMS litir eru litréttir í sRGB sniði (fyrir vef), í Rec. 709 sniði (fyrir sjónvarp) og fyrir CMYK prentun á húðaðan og óhúðaðan pappír. Litréttir þýðir einfaldlega að þeir eiga ekki að breytast á milli miðla.

SMS litirnir eru prentanlegir í CMYK í stafrænni prentun og offsetprentun.

Standard útgáfan SMS er bestuð fyrir prentun skv. Fogra 39 og Fogra 47.

Dæmi um pappír sem hentar ágætlega fyrir Fogra 47 er hinn vinsæli Munken Lynx pappír sem mætti kalla "neutral" hvítan.

ECO útgáfan er bestuð fyrir dagblaðaprentun skv. ISO 12647-3 (WAN-IFRA) en hentar fyrir nánast allar pappírsgerðir þess utan.

MAX útgáfan er bestuð fyrir Fogra 39 og hentar eingöngu fyrir prentun á húðaðan pappír - sbr. umbúðaprentun.

Yfirlit yfir SMS litakerfin er hægt að skoða hér.

Hægt er að prenta SMS litina í offsetprentun, í dagblaðaprentun (ECO útgáfan), tímaritaprentun, nafnspjöld, bréfsefni eða hvað annað sem og í stafrænni prentun. Hægt er að prenta litina fyrirfram rétt út á próförk skv. ISO 12647-7-2016 og kalla þá rétt fram á skjá sem er stilltur skv. ISO 12646-2015 og er nægilega vandaður til að sýna litrými ISO Coated. Einnig er hægt að skoða SMS liti í sRGB sniði á venjulega skjái s.s. á fartölvu eða á símaskjá sem takmarkast af sRGB litasviðinu (á við um flesta venjulega skjái og snjallsíma í dag).

Jafnframt aðstoðum við við að aðlaga SMS litina fyrir sérlitaprentun, fyrir vef, sjónvarp, fataliti, málningu eða hvað annað sem hugurinn girnist til að tryggja fullt litasamræmi í öllum miðlum og við öll tækifæri.

* * *

Delta E

DeltaE2000 (dE2000 eða dE00) er staðall sem er notaður til að skilgreina mismun frá einum lit til annars skv. ISO stöðlum.

DE2000 upp á 3 telst almennt "viðunandi" og DE2000 upp á 2 eða minna er það lítill munur að fæstir greina mun á milli viðkomandi lita með berum augum, þannig að við stefnum alltaf að því að ná DE2000 undir 2 í allri prentun, því minna, því betra. DE2000 upp á 0 er nákvæmlega sami liturinn = fullkomin útkoma.

Mælt meðaltals DE2000 á milli SMS lita prentaðra annarsvegar á húðaðan pappír og hinsvegar á óhúðaðan pappír er minna en 1.

Hæsta DE2000 gildið sem mældist  var upp á 2,21 og í ljós hefur komið að þar var um frávik vegna smávægilegra galla í annaðhvort útprentun eða í viðkomandi pappír að ræða og raunverulegur munur (mældur stafrænt í tölvu miðað við bestu aðstæður) mun minni eða minna en DE2000 upp á 1.

Með öðrum orðum er nánast ómögulegt að greina litarmun á milli ISO vottaðrar SMS prófarkar sem er prentuð á húðaðan pappír og óhúðaðan pappír. Eini munurinn er að það glampar eilítið á húðaða pappírinn (semi matte) en ekki á þann óhúðaða.


SMS grunnlitir CMYK. Samsett ljósmynd af prentuðum, ISO vottuðum próförkum sem prentaðar eru á húðaðan og óhúðaðan pappír. ISO vottun skv. ISO 12647-7-2016.

SMS, 420 CMYK litir, munur lita frá húðuðum pappír yfir á óhúðaðan pappír (mæling 12. 2018):


Delta E-76 Delta E2000
Meðaltal 1,47 0,88
Hæsta gildi 4,13 2,21

Til samanburðar er meðaltals DE2000 prentaðra grunnlita CMYK yfir 8, þegar þeir eru prentaðir einir og sér á milli húðaðs og óhúðaðs pappírs miðað við réttan litstyrk skv. ISO 12647-2-2013 og borin eru saman gildi sem gefin eru upp fyrir prentun á pappírsgerðirnar CD1 (húðaður gæðapappír) og CD5 (óhúðaður, hvítur pappír).


Normal process colours. Picture of coated and uncoated CMYK colour guides from Pantone, printed in accordance with ISO 12647-2.

Prentun CMYK lita skv. ISO 12647-2-2013, mismunur á milli húðaðs og óhúðaðs pappírs:


Delta E-76 Delta E2000
Meðaltal 19,63 8,37
Hæsta gildi 25,24 12,47

Til að setja þetta í samhengi:

Ef þú velur SMS Cyan til prentunar er mælt DE2000 á húðaðs og óhúðaðs pappír 1,42 samkvæmt SMS próförkum vottuðum skv. ISO 12647-7-2016.

Ef þú notar 100% Cyan eins og hann kemur úr dósinni fyrir prentun er mismunur litanna upp á DE2000 5,62.

Ef þú velur SMS Magenta færðu DE2000 upp á 0,6 á milli húðaðs og óhúðaðs pappírs skv. mælingum okkar.

Ef þú skilgreinir 100% Magenta sem lit til prentunar á húðaðan og óhúðaðan pappír er DE2000 gildið um 8.

Þetta verður fyrst átakanlegt þegar þú berð saman SMS svartan við standard process svartan (K):

Ef þú velur t.d. SMS Standard (neutral) svartan (J-42) til prentunar þá færðu DE2000 upp á 1,43 á milli prentunar á húðaðan og óhúðaðan pappír.

Ef þú prentar 100% svartan á húðaðan og óhúðaðan pappír er DE2000 gildið - litamismunurinn hvorki meira né minna en 12,47!

Þetta er á engan hátt gagnrýni á ISO 12647-2-2013 staðalinn né Pantone fyrirtækið.

Þessi stóri munir skýrist einfaldlega af því að ef þú notar sama litinn/sömu uppskrift/sömu rastaprósentu til prentunar á húðaðan og óhúðaðan pappír, hvort sem um process lit er að ræða eða sérlit, þá færðu einfaldlega 2 mismunandi liti, vegna mismunandi eiginleika pappírsins, nokkuð sem er fjallað nánar um hér.

Ef þetta hljómar ótrúlega þá hvet ég þig til að skoða hvaða lit sem þú vilt, prentaðan á húðaðan pappír annarsvegar og óhúðaðan hinsvegar, sbr. Pantone litabækurnar.

Við mælum því eindregið með að notast sé við SMS liti, frekar en fasta CMYK liti ef ætlunin er að prenta viðkomandi liti bæði á húðaðan og óhúðaðan pappír og/eða nota viðkomandi lit(i) í öðrum miðlum samhliða prentmiðlum.

spread
Opna úr nýlegu tímariti. Kápan er óhúðuð en innvolsið húðaður pappír.

* * *

Auglýsingastofur og hönnuðir sem kjósa að nota SMS liti ættu að nota PSO Coated V3 prófílinn í vinnslu prentverkefna fyrir húðaðan pappír og PSO Uncoated V3 prófílinn fyrir vinnslu verkefna til prentunar í 4 lit á óhúðaðan pappír.

Prentsmiðjur þurfa þar af leiðandi hver og ein að vera í stakk búnar til að taka við og prenta skjöl þar sem miðað er við Fogra 51 fyrir offsetprentun á húðaðan pappír og Fogra 52 fyrir offsetprentun á óhúðaðan pappír, hvort sem viðkomandi prentsmiðja setur upp útkeyrslukúrvur sem samræmast staðlinum eða notast við aðrar aðferðir til að geta prentað rétt skv. próförk.

Við getum aðstoðað prentsmiðjur við þessa vinnu, sé þess óskað.

Við bjóðum tímabundið upp á að afhenda SMS liti í CMYK sem eru aðlagaðir fyrir prentun skv. gamla ISO staðlinum (Fogra 39 fyrir húðaðan pappír, Fogra 47 fyrir óhúðaðan pappír).

Í tilfelli 4 lita afbrigða SMS litanna gildir það almennt að litirnir eru náttúrulega lakkþolnir (á við UV, Waterbase og olíulökk) auk þess sem laminering ætti aldrei að vera vandamál. Sama gildir s.s. um SMS litina eins og venjulega 4 lita prentun.

Stillingar fyrir prentun:

Ef í undirbúningi er vinnsla á verkefni sem á að prenta á húðaðan pappír og prentsmiðja hefur staðfest að hún taki að sér að prenta verkefni skv. Fogra 51, skal panta SMS liti skv. Fogra 51 (P9).

Við mælum þá almennt með eftirfarandi stillingum í forvinnslu fyrir prentun:

Fogra 51 stillingar fyrir prentun

Ef í undirbúningi er vinnsla á verkefni sem á að prenta á óhúðaðan pappír (uncoated paper) og prentsmiðja hefur staðfest að hún taki að sér að prenta verkefni skv. Fogra 52, skal panta SMS liti skv. Fogra 52 (P11).

Við mælum þá almennt með eftirfarandi stillingum í forvinnslu fyrir prentun:

Stillingar fyrir vinnslu prentverkefna fyrir óhúðaðan pappír

Ef þín prentsmiðja notar aðrar stillingar í prentun er hægt að aðlaga SMS liti að þeim og þá þarf einfaldlega að láta vita hverjar þær stillingar eru þegar SMS litirnir eru pantaðir.

Við mælum með að búið sé að færa viðkomandi skjal yfir í CMYK áður en SMS litur eða litir eru settir inn til vinnslu.
SMS litir til prentunar eru alltaf í endanlegu CMYK sniði, sbr. Fogra 51 eða Fogra 52.

Þetta er þó alls ekki skilyrði. Það eina sem þarf að passa er að prentsmiðjan láti CMYK vera (Leave CMYK unchanged) en umbreyti bara RGB elementum í viðkomandi skjali yfir í CMYK fyrir útkeyrslu eða prentun.

Vinsamlega hafið samband við sms@spot-nordic.com fyrir nánari upplýsingar, til að panta SMS liti, SMS prófarkir eða til að gerast áskrifandi.

Senda þarf nafn fyrirtækis, heimilisfang, póstfang og bæjarfélag auk kennitölu, nafn, símanúmer og netfang tengils fyrir SMS upplýsingar og nafn, símanúmer og netfang tengils fyrir reikninga.

Hverju fyrirtæki í áskrift er úthlutað viðskiptamannanúmeri sem gefa þarf upp ef óskað er eftir þjónustu.

Upplýsingar sem við skráum varðandi liti fyrirtækja eru eign okkar.



I&I Heildsala, Spóahólum 4, 111 Reykjavik, Sími: 896 9790   Email: sms@spot-nordic.com

Facebook logo