Ódýr vél-og hugbúnaður fyrir litastjórnun
ColorMeter Pro er handhægur og ódýr litamælir sem notar svokallaða Specular Component Included (SCI) mælingu til að mæla liti og safna upplýsingum um þá s.s. CIELAB, RGB eða LCH af flötu yfirborði.
Mælirinn hentar
vel fyrir litastjórnun og litaeftirlit þar sem viðskiptavinur og
framleiðandi nota þennan mæli eða allavega samskonar mæli (SCI) til að
mæla og staðfesta liti á samskonar yfirborð, hvort sem um er að ræða
málningu, fataefni eða pappír. Athugið að LAB gildin sem og RGB gildin sem þessi mælir safnar eru ekki þau sömu og t.d. eru notuð í Photoshop fyrir hönnun eða almennar litupplýsingar byggðar á sjónrænu mati. Hönnuðir og fyrirtæki ættu eingöngu að nota þennan mæli til að bera saman liti á samskonar vöru - t.d. bómull við bómull og Polyester við Polyester, plast við plast o.s.frv. Ef þú ert að leita að mæli sem er betur samræmdur við prentstaðla fyrir pappírsprentun (ISO 12647) (45/0, D50/2° - M0/M1/M2) er frekar mælt með ColorMeter Exact mælinum - sjá hér að neðan. Áður en þú tekur ákvörðun um að kaupa ColorMeter Pro mælum við með að þú hafir samband við þína framleiðendur og kannir hverskonar litamæla þeir eru að nota - eða þá að þú kaupir einfaldlega annan eins mæli fyrir þá þannig að hægt sé að bera saman epli og epli þegar kemur að umbeðnum litum. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef vafi leikur á hvaða staðall á við í þinni framleiðslu. Þessi tegund af litmælum er býsna algeng í textíl og málningabrönsunum en fátíðari í prentiðnaði. Innifalið í kaupum á ColorMeter Pro er vandað "app" sem tengist mælinum með Bluetooth - fyrir iPhone eða Android snjallsíma.
Það er einfalt að mæla litina þína eða liti viðskiptavinar af flötu
yfirborði, vista þá í appinu sem fyrirmynd fyrir framtíðarmælingar,
hvort sem um er að ræða NCS, PANTONE, RAL eða SMS liti (sjá
www.spotmatchingsystem.com). Mikilvægt er að nota alltaf sömu stillingar og að tryggja að allir notendur sem eru að mæla sama litinn noti sömu stillingar. Ef þú óskar eftir að nota sama lit fyrir alla miðla og styðjast við LAB gildi sambærileg við það hvernig augu okkar meta lit (sbr. LAB gildi í Photoshop) þá gæti verið skynsamlegt að íhuga frekar kaup á ColorMeter Exact, - sjá nánari upplýsingar hér neðar á síðunni.
Vörunúmer: P50: Verð kr. 59.900 án vsk Vinsamlega hafið samband við info@spot-nordic.com til að panta eða hafið samband í síma 896 9790. Spot-Nordic er ánægja að kynna ColorMeter Exact mælinn, sem er nettur en þróaður litamælir með 45/0 sjónarhornsmælingu, svipað og flestir litrófsmælar sem notaðir eru í prentiðnaði eru, t.d. TECHKON SpectroDens sem við seljum líka. Mælirinn tengist með BlueTooth við snjallsíma (iPhone eða Android). Hann hentar vel fyrir eigendur vörumerkja, hönnuði, prentsmiðjur og framleiðendur til að finna og viðhalda völdum litum. Hægt er að velja um M0, M1 eða M2 staðlana, þar sem M1 staðallinn er sá mikilvægasti en hann er notaður þegar litur er mældur af pappír í 4 lita (CMYK) prentun skv. ISO 12647-2-2013 staðlinum. Mælirinn hentar þar af leiðandi afar vel til að mæla SMS liti sem byggja einmitt á ISO 12647-2-2013 staðlinum í grunninn. Einnig geta prentsmiðjur notað mælinn til að kanna hvort þær séu að prenta rétt skv. ofangreindum staðli, hvort sem er til að prenta skv. Fogra eða Gracol (G7) stöðlum. Mælirinn gerir notanda kleyft að mæla lit af flötu yfirborði og vista viðkomandi lit beint inn í appið sem fylgir með mælinum. Í framhaldinu er viðkomandi litur einfaldlega kallaður fram og litur sem notaður hefur verið t.d. við prentun er borinn saman við fyrirmyndina. Í tilfelli SMS lita er einfalt að bera mældan lit saman við SMS litapalettuna þína í sRGB sniði (t.d. í Photoshop) og finna þann SMS lit sem er næstur litnum sem þú varst að mæla. Ef þú ákveður að nota viðkomandi SMS lit er einfalt að slá inn LAB gildi litarins í appið og vista litinn undir SMS nafninu sínu og viðkomandi viðskiptavini. Nú þarf ekki lengur að bera lit úr framleiðslu saman við gamla litakubba eða prentuð sýnishorn síðan í fyrra enda hafa bæði prentaðir litakubbar/bækur og prentuð sýnishorn þann leiða ávana að þau dofna og breyta lit með tímanum. LAB gildi litar sem þú hefur vistað í appið ERU hinsvegar alltaf rétt og eru þar af leiðandi raunverulegur litastaðall sem þú getur treyst. Þú getur einnig alltaf deilt LAB gildum litanna þinna til viðkomandi framleiðanda eða prentsmiðju ef þú óskar eftir að fylgst sé með þeim á meðan á framleiðslu stendur. Þetta er í raun sama aðferðafræði sem Pantone hefur tekið upp og í dag mælist Pantone til að prentað sé skv. svokölluðum Master LAB gildum en ekki sjónrænt með litabók á borðinu eins og í gamla daga. Munurinn á Pantone litunum og SMS litunum er sá að þú getur opnað sRGB útgáfuna af SMS litakerfinu og lesið LAB gildið beint af skjánum hjá þér og það er sama LAB gildið sem ætti að mælast í framleiðslu þar sem M1 skoðunarkvarðinn er notaður. Það á ekki við um Pantone liti. Fjöldi NCS, PANTONE og RAL lita hafa verið mældir og vistaðir af notendum og eru aðgengilegir í gegnum appið. Nýjasta útgáfan af SMS Standard litakerfinu - útgáfa 6 sem og SMS MAX, útgáfa 6 eru aðgengilegar í appinu sem fylgir ColorMeter Exact mælum sem eru framleiddir fyrir Spot-Nordic. Innifalið í verðinu á ColorMeter Exact er annaðhvort SMS Standard v6 eða SMS MAX v6 litakerfið (1.738 litir) í PDF og ASE sniði og 12 mánaða leyfi til að nota viðkomandi SMS liti fyrir 1 vörumerki, að verðmæti kr. 13.500 án vsk. Upplýsingar um SMS litakerfið og hvernig best er að nota það í hönnun er að finna hér. Vinsamlega hafið samband ef þið viljið fá að prófa mælinn.
Vörunúmer P51: Verð kr. 89.900 án vsk
Vinsamlega hafið samband við info@spot-nordic.com til að panta eða hafið samband í síma 896 9790. Vitnisburður frá Inga Karlssyni, eiganda Spot-Nordic um ColorMeter Exact Ég prófaði þennan netta mæli til að kanna hvort hann væri örugglega nægilega góður og stæði undir því sem lofað hafði verið. Spectromælar með sambærilegum fídusum sem ég hef prófað áður kosta að lágmarki 500.000 án vsk og ég viðurkenni að ég var skeptískur.
Ég prófaði að mæla SMS prufumiða (sýnishorn) sem ég hafði prentað út
c.a. ári áður. Próförkin var vottuð próförk prentuð skv. Fogra 51 -
þannig að ég vissi að hún hefði dofnað eilítið með tímanum. Ég tók síðan skjáskot af símaskjánum hjá mér og hlóð því inn í Photoshop við hliðina á Standard SMS litapalettunni (P20). Skjáskotið er hér. Hér höfum við LAB gildi litarins sem ég mældi og það HEX gildi sem á við það (vefhönnuðir kunna án efa að meta það).
Eftir að hafa hlaðið skjáskotinu inn í Photoshop bar ég LAB gildið við SMS J-5 í SMS litapalettunni minni og sá mér til mikilla vonbrigða að LAB gildið var ansi langt frá því sem það hefði átt að vera. Ég hugsaði með mér að þessi litli mælir væri greinilega bara skemmtilegt leikfang sem mætti hugsanlega nota í gæðaeftirliti - en LAB gildin væru greinilega ekki til útflutnings. En þar sem ég er sauðþrár og fúll yfir að hafa eytt peningum í leikfang þá prófaði ég að skoða nokkra aðra SMS liti í SMS litapalettunni minni til að sjá hvort einhver litur væri nálægt litnum sem ég mældi. Þegar ég kom að SMS J-8 sá ég að hann var ansi nálægt litnum sem ég hafði mælt. Þetta er það sem ég sá:
Eins og sjá má þá eru LAB gildin nokkuð nálægt hvort öðru - og enginn annar SMS litur í SMS litapalettunni minni var nálægt því eins líkur og J-8 (ég áttaði mig á að próförkin hefði gulnað pínulítið á 1-2 árum og því eðlilegt að L gildið væri ögn lægra og sama átti við um B gildið sem færist í plús áttina með aukinni gulu - en í mínus áttina með auknum bláma - sem getur líka skýrst af OBA í pappírnum þegar hann er nýr.
Ég kíkti síðan á fælinn sem notaður var til að búa til SMS
sýnishornið og sá að liturinn var vitlaust skráður. Munurinn á mælingunni og réttu LAB gildi J-8 var minna en dE00 upp á 1.8 sem telst ansi gott, miðað við að sýnishornið var 1-2 ára gamalt. Ef prentarinn þinn eða framleiðandi getur haldið litunum þínum innan við dE00 upp á 2 að jafnaði, þá þykir það gott að öllu jöfnu. Venjulegt fólk á erfitt með að sjá mun á litum sem eru dE00 upp á 2 eða minna. Ég get því sagt með góðri samvisku að ColorMeter Exact er nægilega nákvæmur til að hægt sé að nota hann í alvöru vinnslu til að finna liti og viðhalda þeim. Uppfærsla, janúar 2025: Bæði SMS Standard v6 og SMS MAX v6 litakerfin eru nú innbyggð í ColorMeter Exact appið sem fylgir mælunum frá Spot-Nordic. Hér er skjáskot sem sýnir hvernig er hægt að leita beint að næsta SMS Standard v6 lit:
XRITE i1 lausnir
i1 Pro 3 er vandaður litrófsmælir frá Xrite, nægilega nákvæmur fyrir kröfuhörðustu viðskiptavini, s.s. prentsmiðjur og auglýsingastofur. Mælirinn getur mælt niður í 4.5 mm reiti. i1 Pro 3 er hægt að nota samhliða til að stilla skjái (allt að 5000 nits), skjávarpa og til að mæla prentaða liti af sléttu yfirborði s.s. pappír og plasti. Ef mæla þarf önnur óreglulegri yfirborð, s.s. textíl, "canvas", gler, keramík eða filmu, gæti hentað betur að fjárfesta í i1Pro 3 Plus mælinum. Plus mælirinn mælir minnst 8 mm flöt/reit. Sama á við ef markmiðið er að mæla eða búa til prófíla fyrir baklýst skilti. Innifalið í kaupum á i1 Pro 3 pökkunum er i1 Profiler hugbúnaðurinn frá Xrite. Innifalið í kaupum á i1Pro 3 pökkunum eru allar 3 útgáfur SMS litakerfisins - SMS Standard v6 (PDF og ASE snið), SMS MAX v6 (PDF og ASE snið) og SMS ECO v6 (PDF snið) ásamt 12 mánaða aðgengi að þjónustu Spot-Nordic fyrir 1 vörumerki (gegn gjaldi), samtals að verðmæti kr. 40.500 án vsk. Sjá nánari upplýsingar um SMS litakerfin hér. Nánari sundurliðun á i1 Pro pökkunum er að finna hér.
Vörunúmer XRIT075: Kr. 269.900 án vsk
Vörunúmer XRIT077: Kr. 459.900 án vsk
Vörunúmer XRIT085: Kr. 311.900 án vsk
Vörunúmer XRIT087: Kr. 539.900 án vsk
I1 IO (3rd generation) Armur með jötu fyrir i1Pro2 og i1Pro3 mæli sem auðveldar og flýtir fyrir mælingum ef oft þarf að mæla urmul lita - t.d. þegar verið er að búa til litaprófíla. Vörunúmer XRIT480: Kr. 596.900 án vsk
I1 ISIS 2 - standard Hraðvirkur litaskanni til að búa til litarprófíla á mettíma. Stærð A4+. Hugbúnaður: i1 Profiler. M0, M1 og M2. Vörunúmer XRIT475: Kr. 739.900 án vsk
I1 ISIS 2 - XL Hraðvirkur litaskanni til að búa til litarprófíla á mettíma. Stærð A3+ með OBC. Hugbúnaður: i1 Profiler. M0, M1 og M2. Vörunúmer XRIT476: Kr. 895.900 án vsk
Hugbúnaður/uppfærsla - i1 BASIC upp í i1 PUBLISH: Vörunúmer XRIT469: Kr. 239.900 án vsk
Vinsamlega hafið samband við
info@spot-nordic.com
til að panta eða í síma 896 9790. Um litamælingar - Sphere mæling v.s. 45/0 mælingum. PANTONE/XRITE CapSure litamælir
Þægilegur og notendavænn litmælir fyrir
hönnuði.
Nýjustu PANTONE litabækurnar eru innbyggðar í mælinn - fyrir prentiðnað
(Formula Guide C og U, CMYK C og U), efnaiðnað (FHI Paper, FHI Cotton,
Polyester og FHI Metallics) plastiðnað (Plastic Standard), húðvöruiðnað
(Skintone) og Munsell litkerfið - Matte og Glossy). Einfalt er að uppfæra mælinn og sækja nýjustu uppfærslur PANTONE litakerfa. Þú velur einfaldlega þá PANTONE litabók sem þú vilt styðjast við, út frá því sem þú ert að fara að gera, mælir lit af flötu yfirborði og CapSure mælirinn gefur þér upp þann PANTONE lit sem er líkastur mældum lit. CapSure gefur ekki upp LAB gildi mælds litar eins og mælarnir hér að ofan, heldur eingöngu upplýsingar um þann PANTONE lit sem er næstur litnum sem þú ert að mæla. Mælirinn gefur einnig upp eftirfarandi
viðbótarupplýsingar um viðkomandi PANTONE lit sem gagnast við hönnun: Vörunúmer RM200-PT01: Kr. 149.900 án vsk Vinsamlega hafið samband við info@spot-nordic.com til að panta eða í síma 896 9790.
Calibrite Display (Xrite) hágæða skjámælar með hugbúnaði Calibrite skjámælarnir eru hágæða skjámælar og þeir einu á markaðnum sem geta mælt skjái yfir 3000 nits (Candela/m2). Pro mælarnir henta fyrir atvinnumenn (atvinnuljósmyndara og hönnuði) sem vilja fá hámarksgæði í lit á skjá. Plus mælarnir eru fyrir "high end" vinnu - henta fyrir kvikmyndagerðarmenn, hönnuði og atvinnuljósmyndara. Pro og Plus mælarnir eru HDR Ready. Allir Calibrite mælarnir bjóða einnig upp á litstillingu á skjávarpa. Boðið er upp á stillingu allt að fjögurra skjáa sem tengdur er við sömu tölvu. Hugbúnaðurinn minnir notanda á að kvarða og uppfæra prófíl reglulega. Innifalið í kaupum með Calibrite Display mælunum er eintak af nýjustu útgáfu SMS Standard litakerfisins (P20 v6) - 1.738 litir afhentir í PDF og ASE sniði - sjá www.spotmatchingsystem.com og 12 mánaða leyfi til að nota viðkomandi liti fyrir 1 vörumerki, að verðmæti kr. 13.500 án vsk.
Display Pro HL: Vörunúmer CALB107: Kr. 49.900 án vsk Display Plus HL: Vörunúmer CALB108: Kr. 59.900 án vsk Vinsamlega hafið samband við info@spot-nordic.com til að panta eða í síma 896 9790.
ColorChecker Studio
|
---|