SMS tæknilegar upplýsingar                 SMS vörur og þjónusta                       Aðalsíða Spot-Nordic            


 SMS for design and advertising
Design


Getting started with SMS colours

SMS BLOCKS
SMS for print
Printing

Printers (in all categories)

SMS READY - or not?

SMS litakerfið (Spot Matching System)
Það sem þú sérð er það sem þú færð!

Spot Matching System (SMS litakerfið) er notendavænt, umhverfisvænt íslenskt litakerfi sem hentar sérstaklega vel fyrir vörumerkjahönnun, grafíska prenthönnun, vefhönnun, viðmótshönnun og hönnun fyrir sjónvarp (grafík), þar sem hægt er að færa SMS litina á milli mismunandi litarýma með icc litastjórnun á einfaldan hátt í Photoshop.

SMS litir nota í grunninn process prentlitirnir CMYK - Cyan, Magenta, Yellow og Black og ef notandi skoðar hvernig kerfið er uppsett, þá má sjá að J-1 er í raun C - Cyan, J-13 er í raun M - Magenta, J-25 er Y - Yellow (gulur) og J-42 er neutral svart (K).

SMS litakerfið byggir í grunninn á icc litastjórnun og icc prófílum, sem flestir hönnuðir og ljósmyndarar þekkja í vinnslu með ljósmyndir, og er hægt að færa SMS liti á milli litarýma án þess að þeir breytist að neinu ráði.

Dæmi um litarými (icc prófíla) sem SMS litakerfin nýta eru t.d. Adobe RGB, sRGB og Fogra 39 (ISO Coated v2 - CMYK).

Búið er að meðhöndla alla 1.738 hvers SMS litakerfis þannig að LAB gildi þeirra breytast ekki, þó þeir séu færðir frá einu litarými til annars, - sbr. frá sRGB (veflitir) yfir í Rec. 709 (sjónvarpsgrafík) eða yfir í Fogra 39 (CMYK prentun).

Þar sem litakerfið byggir á föstum LAB (CIELAB) gildum, þá geta hönnuðir á öðrum sviðum en talin eru upp hér að ofan einnig notað SMS litakerfið - sbr. fyrir vöruhönnun og innanhúss hönnun.
LAB gildi hvers litar fyrir sig dugir til að hægt er að framkalla viðkomandi lit t.d. í málningu, fyrir fatnað og leðurvöru svo dæmi séu tekin.

Það vill svo vel til að framleiðendur í öllum geirum, nota svokallaða spectro mæla til að blanda og mæla liti. Spectro mælarnir mæla einmitt LAB gildi viðkomandi litar og það eina sem SMS notendur þurfa að passa er að LAB gildi litanna þeirra séu rétt.

Aðalkosturinn við það að nota SMS liti, frekar en aðra liti, í vöruhönnun og fatahönnun hverskonar er grunneiginleiki SMS litakerfisins - að hægt er að framkalla SMS liti rétt í öllum helstu auglýsingamiðlum. Það þýðir að hægt er að sýna viðkomandi vöru í sínum réttu litum í öllum helstu miðlum.

Þetta á ekki við þegar notaðir eru litir úr öðrum litakerfum, s.s. Pantone, RAL eða NCS.

Æ fleiri hönnuðir vinna nú þegar 100% stafrænt og hafa lagt prentaðar litabækur til hinstu hvílu. Þess utan vinna margir yfir netið í fjarvinnslu og senda prófarkir með tölvupósti, frekar en að senda prentaðar prófarkir fram og til baka.

Eftir að Covid 19 faraldurinn skall á hefur vinna að heiman snaraukist og því enn meiri þörf á litakerfi eins og SMS litakerfið þar sem auðveldlega er hægt að velja og deila réttum litum yfir netið, frekar en að liggja yfir fokdýrum, upplituðum litabókum sem eru oft jafn misjafnar og þær eru margar ef grannt er skoðað.

Ingi
 Fyrsta staðfesta próförk SMS, nóvember 2018. 420 litir, útgáfa 1.

  Útgáfa 6 af SMS Standard litakerfinu, til sýnis á Drupa 2024. 1.738 litir.
 

SMS byggir á grunnhugmynd Inga Karlssonar, eiganda I&I Heildsölu / Spot-Nordic, og einkaleyfi sem skráð var hjá Einkaleyfastofu Íslands 2007 og fjallar um aðferð við samræmingu lita á milli mismunandi pappírsgerða og mismunandi prentaðferða.

Nýjustu fréttir af SMS vörum er að finna á vefsíðunni www.spotmatchingsystem.com/news.

SMS litakerfið hefur ákveðna eiginleika sem önnur litakerfi á markaði hafa ekki:

  • Samtals 3.476 grunnlitir kerfisins (Standard og ECO paletturnar) eru prentanlegir í hefðbundinni 4 lita prentun (CMYK) eða í stafrænni prentun á húðaðan eða óhúðaðan pappír, án þess að viðkomandi litur breytist sjáanlega á milli pappírsgerða.

  • SMS liti má nota jafnt eina og sér við hönnun á t.d. lógói eða sem hluta af ljósmynd.
    SMS gerir hönnuðum þar af leiðandi kleift að nota ljósmyndir í grunnhönnun eða síðari tíma útfærslum og uppfærslum hönnunar og opnar þannig nýjar og áhugaverðar víddir fyrir hönnuði á öllum sviðum þar sem unnið er með sérliti.


    SMS liti er hægt að nota beint á ljósmyndir til prentunar í 4 lita prentun sem og fyrir aðra miðla, hliðræna og stafræna.

  • SMS litir prentast rétt í 4 lit  (CMYK) bæði úr stafrænum prentvélum og hefðbundnum - sbr. offset.

  • Allir SMS litir (5.214 litir samtals) birtast rétt á rétt kvörðuðum stafrænum skjám, frá snjallsíma upp í tölvuskjái í sRGB sniði (sbr. vefhönnun) auk þess að vera allir prentanlegir á hvítan, húðaðan pappír/pappa.

  • Allir SMS litir birtast rétt í Rec. 709 sniði fyrir sjónvarp (sbr. sjónvarpsgrafík).

  • SMS litirnir eru fáanlegir fyrir Office (fyrir Excel, Word og Powerpoint).

  • Allir SMS litir eru vottanlegir skv. ISO 12647-7-2016 fyrir prentun og hægt er að prenta þá í sínum réttu litum á hefðbundna prófarkaprentara sem eru rétt stilltir fyrir prentun skv. ISO 12647-7-2016 fyrir CMYK prentun.

Í ljósi þess að hægt er að framkalla SMS liti rétt í prentun, á skjá/vefnum og í sjónvarpi, þá hentar SMS litakerfið sérstaklega vel fyrir samþættar herferðir (omnichannel) þar sem markmiðið er að gera upplifun neytanda sem samstæðasta, óháð miðli sem notaður er og er fullkomið fyrir Metaverse hönnun.

Samstæðir litir eru að sjálfsögðu stór hluti af þeirri upplifun.

SMS litakerfið fæst í dag í 3 mismunandi útfærslum sem hver um sig inniheldur 1.738 liti.

Upplýsingar um hvaða icc prófíla hvert kerfi styður er hægt að sækja hér.

Hönnuðir sem vilja prófa SMS litakerfið áður en þeir kaupa það geta hlaðið neðangreindum myndum niður og pikkað sína SMS liti með EyeDropper tóli í t.d. Adobe eða Affinity forritum og jafnvel í PowerPoint.

Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig á að nota SMS liti í hönnun og hvernig á að gera layout klár fyrir marga miðla samhliða, s.s. fyrir vef og CMYK prentun er hægt að skoða hér.

Fyrir stök verkefni fyrir 1 tiltekinn miðil er hægt að nota ASE litapalettuna beint (fylgir með Standard útgáfu 6). Notandi þarf bara að passa að sRGB sé í vali sem RGB prófíll (ekki Adobe RGB eða aðrir RGB prófílar) - sjá www.spotmatchingsystem.com/gettingstarted.

Fríar SMS litapalettur til skoðunar fyrir hönnuði (hægri klikkið og sækið)

SMS Standard kerfið er stafræn litapaletta fyrir CMYK prentun á hvítan húðaðan og óhúðaðan pappír, vef og sjónvarp.

SMS ECO er stafræn litapaletta fyrir allt frá dagblaðaprentun og CMYK prentun á Munken Pure upp í prentun á hvítan húðaðan og óhúðaðan pappír, vef og sjónvarp.

SMS MAX kerfið dekkar CMYK prentun á húðaðan hvítan pappír, vef og sjónvarp og hentar því ágætlega fyrir t.d. umbúðahönnun.

Ofangreindar myndir eru litréttar í sRGB sniði, innihalda fyrstu 500 liti hvers kerfis fyrir sig (útgáfu 3) og býðst hönnuðum að nota þær sér að kostnaðarlausu til að prófa SMS litakerfið.

Ef fyrirhugað er að nota litina opinberlega fyrir fyrirtæki eða stofnun þarf hönnuður að kaupa viðkomandi P20 kerfi en tilvalið að nota ofangreinda liti í námi eða bara til að æfa sig í að nota SMS litakerfið og bera það saman við önnur litakerfi á markaðnum.

Hönnuðir sem vilja hafa aðgang að öllum litum SMS litakerfins geta fjárfest í P20 - merktum litreitum í sRGB sniði, sem auðvelda hönnuðum að halda utan um hvaða SMS litir eru í notkun fyrir hvert verkefni og henta fyrir vefhönnun og grunnhönnun vörumerkja.

Aðgangur að SMS þjónustu í 1 ár fyrir 1 vörumerki er innifalinn í kaupum á hverri P20 litapalettu. Framlenging á SMS þjónustu og aðstoð eftir 12 mánuði er í boði og kostar kr. 8.900 án vsk á ári per vörumerki.

Mælt er með að stærri fyrirtæki kaupi sér SMS áskrift, sem felur í sér fulla þjónustu og aðstoð frá Spot-Nordic þegar kemur að notkun litanna í hinum ýmsu miðlum.

Sjá nánari upplýsingar og verðskrá SMS hér.

Samkeppnisaðilar Spot Matching System

Hinar prentuðu litabækur gærdagsins eru prentaðar til að tryggja ákveðinn fyrirsjáanleika valinna lita og er hugsunin sú að hönnuður og prentari séu báðir með sömu litabókina og prentarinn beri þá ábyrgð á að blanda rétta litinn og prenta hann rétt.

Litabækurnar samanstanda almennt af sérlitum sem eru sérblandaðir og prentaðir hver fyrir sig.

Þróunin undanfarin 25 ár hefur verið í þá átt að prentun fer fram í 4 lit (CMYK) - svokölluð process prentun og þá eiga sérlitakerfi auðvitað ekki lengur við - sem skýrir að miklu leyti hversvegna grafískir hönnuðir eru margir hverjir hættir að nota þessar bækur en láta duga að velja sérliti af skjánum hjá sér.

Stafræn prentun er að auki að verða mjög algeng og allar stafrænar prentvélar/prentarar notast við icc prófíla sem stýra litnum sem þær prenta, - sama tækni og SMS litakerfið byggir á.

Litirnir sem hönnuðir sjá á skjánum hjá sér eru hinsvegar yfirleitt jafn ólíkir endanlegri útkomu úr CMYK prentun eins og prentuðu sérlitabækurnar eru - jafnvel þó skjárinn sé rétt stilltur.

Á þessum tímapunkti geta grafískir hönnuðir annaðhvort bara sætt sig við að litirnir sem þeir sjá á skjánum hjá sér muni ekki verða eins þegar kemur að prentun, - eða að nota SMS litakerfið við val á litum fyrir viðskiptavini til að tryggja hámarks fyrirsjáanleika og samræmingu valinna lita, - ekki bara fyrir prentun á tiltekna pappírsgerð, heldur fyrir allar pappírsgerðir í prentun og aðra miðla, s.s. vef og sjónvarp.

Samhliða þessum breytingum í vinnuháttum aukast kröfurnar um hraða og skilvirkni og fyrir fagfólk skiptir auðvitað máli að allir í teyminu sjái sömu litina og geti fumlaust tekið ákvörðun um hvort viðkomandi litir eða litasamsetningar séu ásættanlegar eður ei - beint af skjánum, - jafnvel beint af snjallsímaskjánum!

SMS litirnir eru náttúrulegir litir, frá fínlegum pasteltón upp í fullan styrk.

Hver lína er með númer og styrkur hvers litar þar sem A er u.þ.b. 10%, B er u.þ.b. 20% og upp í J, sem er 100%, - fullur styrkur viðkomandi litar.

K er síðan svartur, blandaður með grunntón viðkomandi litar. hentar vel fyrir t.d. letur, fyrir sagnir og skugga.

Hönnuðir geta að auki auðveldlega sjálfir blandað saman SMS litum með því að búa til gradient, úr t.d. J20 og svörtum - J-42 ef þörf er á fleiri afbrigðum af viðkomandi SMS lit - sjá leiðbeiningar á ensku hér.

Litir SMS merkisins eru t.d. SMS G-20, SMS J-20 og SMS K-20.

Nýjasta útgáfa SMS merkisins lítur svona út, á skjá fyrir vef, í sjónvarpi og í 4 lita prentun á húðaðan og óhúðaðan pappír og ef þörf krefur, á skiltum og fyrir fatnað. Litirnir eru skilgreindir í LAB og því einfalt að senda leiðbeiningar til framleiðenda í öllum geirum um endanlegt útlit þeirra. Nánari upplýsingar veitir sms@spot-nordic.com. Svona einfalt er það.

Það er tilvalið að nota SMS litakerfið sem grunnkerfi í almennri hönnun t.d. vörumerkja eða markaðsherferða þar sem fyrirsjáanleg þörf er á litasamræmingu á milli miðla.

Vörumerkjaskilgreiningar þar sem eldri litakerfi eru lögð til grundvallar, sem eru í notkun vítt og breitt um heiminn, jafnvel fyrir stærstu fyrirtæki heims, hafa skv. mælingum leitt í ljós gríðarlegar sveiflur í litum á milli miðla - sjá www.spotmatchingsystem.com/links/michael.html).

Stór hluti af vandamálinu er sú staðreynd að oft hafa hönnuðir látið duga að velja eitt CMYK gildi fyrir hvern lit í viðkomandi vörumerki án þess að prentstaðall sé skilgreindur (sbr. ISO 12647-2-2013, ISO 12647-2-2004/AMD 2007, GRACoL 2013 eða GRACoL 2004) eða að tekið sé tillit til mismunandi pappírsgerða.

Með þessu móti er í raun verið að byggja stórar litasveiflur í viðkomandi lit inn í sjálfa vörumerkjaskilgreininguna - sjá nánar SMS notkun.

Vöntun á að vísað sé í tiltekinn prentstaðal í tengslum við CMYK liti magnar enn þessar litasveiflur, þ.e. prentsmiðjur nota mismunandi staðla við útkeyrslu og prentun og ef engar leiðbeiningar liggja fyrir um prentun verkefna þá prentar bara hver með sínu nefi óháð prentaðferð eða miðli.

Samhliða SMS litakerfinu kynnum við því til sögunnar nýja nálgun við val lita sem ætlaðir eru fyrir vörumerki sem lágmarkar hættu á litsveiflum og gerir samhliða tæknilegar útlistanir og áhyggjur á prentstöðlum etc. óþarfar.

SMS Visual Brand Identity Approach

Eins og sjá má er sami SMS liturinn skilgreindur fyrir alla miðla - með því að skipta sérlit sem valinn hafði verið úr eldri litakerfum út fyrir SMS lit. Sé þörf fyrir sérliti - fyrir sérlitaprentun, þarf áfram að finna sérliti úr sérlitakerfum sem samsvara SMS litnum.

Nú til dags er oft óþarfi að skilgreina sérliti nema viðkomandi þurfi að láta búa til fatnað eða fána í fyrirtækjalitunum. Sé þörf á slíku er alltaf einfalt að finna samsvarandi sérlit við SMS lit - á meðan oft getur verið nánast vonlaust að finna CMYK lit sem samsvarar áður skilgreindum sérlit.

Sýnt er hvernig einfalt er fyrir SMS notendur að finna næsta Pantone lit við SMS lit hér.

Eftirfarandi mynd sýnir muninn á því að skilgreina fast CMYK gildi fyrir lit (sem hefur verið almenna reglan í gildandi vörumerkjaskilgreiningum) og því að nota LAB gildi og velja CMYK gildi út frá því, eins og gildir um SMS liti:

 

Þægilegasta, fljótlegasta og öruggasta leiðin, þegar kemur að því að velja liti fyrir merki (logo) eða herferðir er að nota liti úr SMS litakerfinu.

Við erum hérna til að hjálpa þér og prentlitir og prentstaðlar eru okkar sérsvið.

Íslenskir hönnuðir þekkja án efa Fogra 39 (ISO Coated v2) best, en hann er uppsettur sem nokkurskonar default prófíll fyrir CMYK prentun í Adobe forritum, og raunar líka í hinum íslenska prentstaðli.

SMS Standard litakerfið, - útgáfa 6 er bestuð fyrir Fogra 39 og Fogra 47 4 lita prentun.

Þessi icc prófíll á hinsvegar eingöngu við þegar prentað er á neutral hvítan, húðaðan pappír - og þegar prentsmiðjan styður þennan staðal - þ.e. prentvélarnar eru uppsettar til að prenta samkvæmt þessum staðli. Það á alls ekki alltaf við og er nokkuð sem hönnuðir ættu að kanna áður en ný prentsmiðja er fengin til að prenta verkefni í 4 lit.

Án einhverskonar stöðlunar í prentun sem byggir á icc prófílum er ómögulegt að ákvarða útkomu í litprentun.

Aðstoð við mat á því hvort prentsmiðjan sem þú verslar við prentar skv. staðli eða ekki er innifalin í SMS áskrift.

Ef vafi leikur á hvaða staðal eða staðla þín prentsmiðja styður getum við að sjálfsögðu haft samband við forsvarsmenn viðkomandi prentsmiðju til að fá þetta á hreint fyrir þig. 

Ef prentsmiðjan þín býður ekki upp á prentun samkvæmt alþjóðastöðlum þá getur viðkomandi prentsmiðja ekki prentað SMS liti né aðra liti sem skilgreindir eru í verkbeiðni og við hönnun viðkomandi verkefnis. Þá getur hún í raun ekki heldur prentað ljósmyndir skv. þessum stöðlum og þar af leiðandi tímasóun fyrir hönnuði að eyða tíma í að litstilla ljósmyndir sem eiga að fara í prentun hjá viðkomandi prentsmiðju.

Ef prentsmiðjan er hinsvegar með sitt á hreinu og gefur upp þá prentstaðla sem hún prentar samkvæmt, þá sendum við um hæl rétta CMYK samsetningu fyrir viðkomandi prentun.

Til að fyrirbyggja mistök í vinnslu mælum við alltaf með að litarsýnishorn (prentuð, vottuð próförk) sé sent með verkbeiðni, hvort sem um prentun, litun eða málningu er að ræða til að tryggja að réttur litur sé blandaður eða prentaður.

Hægt er að kaupa litasýnishorn af völdum SMS litum á A4 örk sem hægt er að klippa út sýnishorn úr og senda til prentsmiðju/framleiðanda og við bjóðum meira að segja áskrifendum að prenta merki þeirra út í réttum litum, þannig að það sé 100% ljóst hvernig viðkomandi merki á að líta út.

SMS litasýnishornin líta svona út:

1.738 litir er ekki alltaf nóg til að uppfylla kröfur notenda. Þessir 1.738 litir eru grunnlitir hvers SMS litakerfis fyrir sig.

Ef verið er að vinna verkefni sem hentar fyrir Standard kerfið, þá er líka óhætt að nota alla liti ECO kerfisins sem fjölgar grunnlitum upp í 3.476.

Ef enginn grunnlita SMS kerfisins uppfyllir óskir þínar, þá getur þú einfaldlega sent okkur þá liti sem óskað er eftir og við finnum þann lit í litarými SMS sem kemst næst viðkomandi lit - sjá nánar vörulista - annaðhvort í Standard, ECO eða MAX litarýminu.

Fagmenn í grafíska iðnaðinum vita að það er einfaldlega ekki hægt að prenta tiltekna sérliti í 4 lit og flestir hönnuðir hafa fyrir löngu gefist upp á því að spá í útkomuna þegar það er reynt og hafa lært að sætta sig við að fallegu litirnir sem þeir völdu líti hræðilega út þegar þeir eru færðir yfir í 4 lit eða hverskonar "process" prentun, þar með talið stafræna prentun.

Með því að notast frá upphafi hönnunarferlisins við SMS litakerfið er tryggt að þeir litir sem valdir eru muni líta nánast nákvæmlega eins út þegar prentað er í 4 lit, á húðaðan pappír/efni eða óhúðaðan.  

Einu sveiflurnar sem mögulegar eru þegar kemur að SMS litum, koma til vegna framleiðsluvandamála, sbr. vandamála í prentun/ef prentsmiðja prentar ekki skv. fyrirmælum.

Í tilfelli annarra litakerfa skýrast litasveiflur bæði af því að viðkomandi litur er ekki prentanlegur í almennri prentun OG vegna vandamála í framleiðslu/prentun.

Það má því segja að SMS litir gefi bæði hönnuðum og framleiðendum/prentsmiðjum allavega færi á að hitta á réttan lit, á meðan önnur litakerfi á markaðnum gera það yfirleitt alls ekki.

Í tilfelli SMS lita getur hönnuður alltaf opnað P20 SMS litapalettuna sína í Photoshop og skoðað hvaða LAB gildi á við hvern SMS lit og komið því á framfæri við framleiðanda/prentsmiðju.

Framleiðandinn eða prentsmiðjan getur mælt viðkomandi lit með litrófsmæli/spectromæli til að tryggja að SMS litur sé rétt prentaður. 

Bestu nálgun við SMS liti er yfirleitt hægt að leita uppi í öðrum þekktum litakerfum til að lágmarka litasveiflur, hvar og hvenær sem þörf er á viðkomandi lit.

Við mælum því sérstaklega með að SMS litir séu lagðir til grundvallar þegar verið er að velja liti fyrir fyrirtæki (Brand colours) sem ætlunin er að nota aftur og aftur næstu árin eða jafnvel áratugina í ýmsum miðlum og/eða ef nota á litina með eða sem hluta af prentuðum ljósmyndum.

Markmiðið með SMS litum er að fólk (neytendur) fari með tímanum að þekkja fyrirtæki eða tiltekna vöruflokka á litunum/litasamsetningum einum saman.

Við teljum einfaldlega ekki boðlegt að formlegir einkennislitir séu ekki almennilega skilgreindir og sveiflist og breytist dag frá degi eftir því hvað verið er að gera við þá eða hver annast prentun eða aðra framleiðslu vöru þar sem litirnir birtast - sjá umfjöllun um hvenær, hvar og hvers vegna SMS er góð hugmynd þegar kemur að hönnun fyrir fyrirtæki og stofnanir á markaði.

 

Angry Stock Photos and Images - 123RF

Flestir grafískir hönnuðir þekkja það átakanlega vel, þegar litirnir í fallega lógóinu þeirra skila sér aldrei rétt úr prentun - ekki nema kannski þegar lógóið er prentað í sérlitum á húðaðan pappír - sem kemur nánast aldrei fyrir.

Því hafa hönnuðir tileinkað sér að vera sáttir við liti sem eru "svipaðir" fyrirmyndinni - t.d. ef liturinn er blár, þá þykir bara viðunandi að liturinn sem er prentaður sé bláleitur, - hvort sem hann er aðeins út í gult eða aðeins út í svart í það og það skiptið. Þetta er hugarfar sem við viljum helst uppræta og með tilkomu SMS og ISO vottaðra prófarka okkar geta hönnuðir gert kröfu um að SMS litir þeirra haldist réttir í hvert einasta skipti sem þeir eru notaðir í framleiðslu eða til birtingar.

Hvaða hönnuður hefur ekki þurft að útskýra fyrir viðskiptavini að "því miður er ekki hægt að prenta merkið þitt betur en þetta í 4 lit/í dagblaðaprentun/tímaritið"?

Sjálfsagt eru margir hönnuðir búnir að gefast upp á að reyna að eltast við rétta liti þegar kemur að prentun.
Þeir vona bara það besta - og búast við því versta.

Það er eðlileg skýring á því afhverju margir sérlitir annarra litakerfa prentast ekki rétt í 4 lit.
Litakerfin sem hönnuðir notast flestir við í dag komu nefnilega á markað um svipað leyti og 4 lita prentun var fundin upp. Það var svo ekki fyrr en einum 30 árum síðar sem 4 lita prentun varð að raunhæfum kosti fyrir auglýsendur en fram að því var hún einfaldlega of dýr fyrir flesta. Þess utan ber að geta þess að 4 lita prentun var fundin upp í þeim tilgangi að geta prentað litmyndir - þ.e. ljósmyndir í lit, ekki sérliti.

Vinsælustu litakerfin í dag voru hönnuð til að staðla sérliti fyrir prentun, svipað og málningaspjöld eru notuð til að velja liti á veggi í dag.  Í þá daga voru prentvélar annaðhvort eins eða tveggja lita og það eina sem var að öllu jöfnu prentað í lit voru fyrirsagnir.

Því er það þannig að þessi gömlu litakerfi henta ekkert sérlega vel fyrir hefðbundna hönnun í dag þar sem við erum með fleiri miðla en 1960 og í dag gerum við kröfu um að litirnir okkar líti alltaf eins út, óháð miðli.

Þá er líka mikilvægt að hafa á bak við eyrað að langstærsti hluti prentunar á pappír og reyndar fleiri efni í heiminum í dag fer fram í 4 lit. 

SMS litirnir eru sérvaldir til að örugglega sé hægt að prenta hvern lit á húðaðan eða óhúðaðan pappír í 4 lit og í stafrænni prentun.

Sérlitir s.s. Pantone litir eru valkvæðir og má alltaf bæta þeim við eftir þörfum hvers og eins.

Ekki er að öllu jöfnu hægt að prenta SMS litina rétt á pappír sem er t.d. gulleitur eða brúnleitur. Ef þörf er á að bakgrunnurinn sé gulleitur eða brúnleitur þá mælum við með að viðkomandi bakgrunnur sé einfaldlega prentaður.

Nýja SMS ECO kerfið er reyndar hannað fyrir prentun á "off-white" pappír - bestað fyrir dagblaðaprentun skv. WAN-IFRA/ISO 12647-3 staðli, en bæði Standard og MAX kerfin eru eingöngu smíðuð fyrir prentun á hvítan pappír/hvít efni.

Ekki bara fyrir prenthönnun eða vef - WYSIWYG

Aðalkosturinn við SMS litakerfið er að það er ekki háð tilteknum miðlum. SMS liturinn þinn á alltaf að líta eins út.

Notkun SMS lita gengur í raun út á að vita hvernig liturinn á að líta út í hefðbundinni 4 lita prentun fyrirfram, þannig að hægt sé að velja aðra liti s.s. sérliti skv. því ef þörf krefur og vera ávallt með stafræna uppskrift litarins (LAB gildið) sem hægt er að miðla eftir þörfum til framleiðsluaðila.

Þessi staðreynd er þægileg ef þú ert t.d. vöruhönnuður, fatahönnuður eða innanhússhönnuður þ.e. það er auðveldara að senda tölvuhannað sýnishorn af vörunni í sRGB sniði með tölvupósti, nú eða prentað sýnishorn með mynd af vörunni eða flíkinni frekar en að senda flíkina eða vöruna sjálfa til viðskiptavina eða biðja þá að heimsækja þig til að skoða hana.

Grafískur hönnuður eða fagmaður í forvinnslu í prentsmiðju getur jafnframt litleiðrétt ljósmyndir af fötum eða t.d. húsgögnum sem lituð eru í SMS litum þannig að væntanlegir viðskiptavinir geti í raun séð endanlega liti með eigin augum, prentaða á pappír eða á vefsíðu löngu áður en viðkomandi flík eða vara er framleidd.

SMS litir eru því ekki takmarkaðir við texta eða lógó, heldur er hægt að nota þá litrétta á ljósmyndir.

Annað dæmi um hvað er mögulegt með SMS er að málningarframleiðandi getur búið til SMS línu lita og látið prenta sýnishorn af viðkomandi litum í offsetprentun til dreifingar og kynningar til væntanlegra viðskiptavina auk þess að birta litrétta SMS liti á vefsíðu sinni eða í kynningarmyndbandi á Youtube.

Fatahönnuður getur hannað flík í SMS litum og sent framleiðanda mynd af flíkinni með viðkomandi SMS litum í tölvupósti. Ef viðkomandi framleiðandi er ekki tæknilega vel að sér er einfaldlega hægt að senda þeim prentað sýnishorn af viðkomandi SMS litum til að tryggt sé að viðkomandi flík sé í réttum litum.

Sömuleiðis er auðvitað ekkert mál fyrir fyrirtæki sem notar SMS liti í merki sitt að láta málningarframleiðanda sérblanda SMS liti til að mála höfuðstöðvar fyrirtækisins að innan sem utan.

Hingað til hefur þetta verið akkurat í hina áttina, þar sem hönnuðir og prentarar svitna til að reyna að komast sem næst lit, sem yfirleitt er óþekktur frá upphafi og er þess utan yfirleitt ekki prentanlegur í 4 lit sem hefur fram að þessu gert mat á lit út frá prentun ómögulegt í langflestum tilfellum og þar af leiðandi nákvæma prentun skv. fyrirmynd ómögulega.

Það er hinsvegar alls ekki alltaf hægt að prenta liti úr fyrrnefndum litakerfum í 4 lit. 

Í upphafi skyldi endinn skoða og það á sérstaklega við þegar um hönnun fyrir fyrirtæki og stofnanir er að ræða.

Fagmenn í hönnun ættu að hafa það umfram allt í huga að ef þeir leggja SMS liti til grundvallar í grunnhönnun er oftast hægt að finna samsvarandi liti í öðrum litakerfum, s.s. Pantone, RAL, Avery eða öðrum þekktum litakerfum eða með því að láta sérhanna eða sérblanda liti út frá LAB hniti viðkomandi SMS litar og þegar kemur að endurprentun er alltaf vitað nákvæmlega hvernig hver einasti SMS litur á að líta út og því algjör óþarfi að geyma gömul prentsýnishorn, enda er það þannig í raunveruleikanum að þau upplitast með tímanum og því eru þau álíka áreiðanleg sem fyrirmynd eins og nokkurra ára gömul Pantone litabók.

      SMS getur í raun verið litur hvers sem er 

SMS notkun                 SMS vörur og þjónusta                       Aðalsíða Spot-Nordic

Vinsamlega hafið samband við sms@spot-nordic.com til að panta SMS litakerfi, staka liti eða prófarkir eða til að gerast áskrifandi.

Senda þarf nafn fyrirtækis, heimilisfang, póstfang og bæjarfélag auk kennitölu, nafn, símanúmer og netfang tengils fyrir SMS upplýsingar og nafn, símanúmer og netfang tengils fyrir reikninga.

Hverju fyrirtæki í áskrift er úthlutað viðskiptamannanúmeri sem gefa þarf upp þegar óskað er eftir þjónustu.



Spot-Nordic, Spóahólum 4, 111 Reykjavik, Sími: 896 9790   Email: sms@spot-nordic.com

Facebook logo